Leita í fréttum mbl.is

grip

Nýtt grip er málið þessa dagana.

Þar sem tímabilið er að renna sitt skeið þá hef ég gefið Derrick skotleyfi á að breyta því sem hann sér mis í golfinu mínu.

Hann byrjaði á gripinu sem hann telur vera of veikt. Þannig vill hann sjá vinstra handarbakið vefjast meira yfir gripið og þumallinn liggur því meira til hægri en ella. Líka að halda á kylfunni meira í puttunum, og jafnvel skapa tómarúm inní lúkunni í staðin fyrir að halda svona þéttingsfast og kreista allt loft þar út.

Þetta gerir að verkum að við upphafsstöðu finnst mér ég vera að snúa geðveikt uppá vinstri hendina til að halda kylfuhausnum skver og ekki loka honum brjálað.

Þetta gerir aftur að verkum að ég á mjög auðvelt með að draga og húkka boltann og erfitt með að slá í fade og slíkt.

Með þessu gripi, og hence, upphafsstöðu, er ég komin með mun betri upphafspunkt til að byrja sveifluna rétt. Ég skila kylfuhausnum auðveldar á réttan stað í aftursveiflu og finn að kontaktið er meira solid.

Virkar mjög solid og effortless. Með þessu finnst mér ég vera að henda út mörgum quick fixxum sem voru í sveiflunni á mismunandi stöðum í bak og framsveiflu. Þessi heimagerðu quick fix voru þarna til að lagfæra gallana sem fyrir voru/eru. Virkuðu oftast en stundum ekki. Og mikilvægast er að undir pressu, í móti eða slíkt, þá duttu þeir frekar út.

og allt þetta á aðeins um 50 mín session í gær með Derrick. Á eftir að æfa þetta til dauða að sjálfsögðu en fyrsta impression var gott.

Mistökin munu þá verða mikið til vinstri hjá mér. Þegar ég næ ekki rétta mómentinu þá dregst kúlan mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband