28.8.2009 | 23:33
kiðjaberg
Fór æfingarhring á Kiðjabergi í dag. Frábær völlur með fínum grínum. Spilaði í miklum vindi og er frekar þreyttur. Sem er allt í lagi því mótherji minn á morgun mætir ekki í leikinn og ég þarf því bara að mæta í 32 manna úrslitin kl 13. Er sem sagt kominn sjálfkrafa áfram. Jibbí fyrir því.
Fórum í hádeginu og kíktum á Bjarna Bjarna í bakaríinu www.kaka.is
Djöfull bakar drengurinn góðar kökur.
Pétur var þarna líka og sá snigill hefur svo góða nærveru að það er fáránlegt. Sebastian sogaðist að honum og lét ekki í friði. Pét-HÚR, pét-HÚR, koddu,koddu.
Ég sagði Pétri að reyna að fara í bissness með þetta. Láta nærveru í krukkur og selja. Fá einkaleyfi og græða milljónir.
Hann segir mér að flest börn laðist svona að honum. Það er svona að eiga góða nærveru.
Annars skildi ég Punginn eftir hjá afa sínum í vinnunni og fór svo að spila. Þeir héngu saman í allan dag og þegar ég kom heim kl 21:30 sá ég duracell kanínu hoppandi útum allt og mjög þreyttan afa í eftirdragi. Hann sagði að drengurinn hætti ekki að tala.
Pjakkur, köttur mömmu og pabba, boxaði Sebastian til blóðs í andlitinu. Hann er með sár báðum megin á kinnunum og líka á eyranu. Ég heyrði hljóðin í kettinum hvæsa og stökk upp. Hljóp að honum og nelgdi í hann. Ég varð brjálaður. Ég elti hann útum allt hús og náði að koma honum í skilning um að svona gerir maður ekki. Hann er núna skíthræddur við mig og hélt sig undir rúmi í 40 mín á eftir þetta.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.