Leita í fréttum mbl.is

komment svar

Fékk gott komment á síðustu færslu sem er svaraverð í færsluformi. 

"Sagði hann þetta á íslensku? Er hann alveg orðinn alveg jafnvígur í íslenskunni?"

Harpa (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 10:41 

 

Svar mitt er eftirfarandi: 

góð athugasemd.

Nei, hann sagði þetta á spænsku. Ég nennti bara ekki að útskýra það og ákvað að hafa þetta eins einfalt og ég gat til að þjóna söguþræðinum betur.

Hann sagði, "papá, a los nuves" sem útleggst "pappi, til skýjanna" og benti upp þar sem ég gerði mig kláran við að henda upp í loft.

Ég er búinn að kenna honum ýmislegt á íslensku. Segi bara "mamma segir avion, og pabbi segir flugvél" hann gúdderar það alveg. Er orðinn bara mjög ágætur í íslensku. Mellufær myndi einhver segja jafnvel. Notar spænska orðið við mömmu sína og það íslenska við mig og afa og ömmu.

Nýja orðið hans í gær var Glæsilegt, svo er ég nýbúinn að kenna honum jibbí-kajei-moðafokka. Ásamt Bújakassha.

Svo sér hann gröfur tvist og bast þar sem miklar framkvæmdir eru í r.vík allstaðar. Þannig að orðið grafa er heitt um þessar mundir. Svo bættist orðið sláttuvél í safnið líka í gær.

Þetta er allt að koma.

Núna þurfum við hins vegar að fara að einblína á að varðveita spænskuna. Þar sem við ætlum að vera hérna á fróni.

Eilíft stríð og hvergi friður, eins og skáldið sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband