Leita í fréttum mbl.is

34.sæti

Ég lenti í 34.sæti af 126 í Íslandsmeistaramótinu.

Ég er mjög ánægður með það. Sáttur við stabíla spilamennsku alla dagana. Samkvæmt plani mínu þá á ég að vera á top 40 á íslandi og þetta sannar það.

par,fugl,par,par,skolli,par,skolli,par,par = +1
par,skolli,fugl,par,skolli,tribble,skolli,par,par = +5

Skor uppá +6 í dag.

+6+5+7+6 = +24 eða 308 högg

Athyglisvert er að ég er +6 í heildina á fyrri níu og svo +18 á seinni níu. Sem segir okkur hve lokaholurnar eru gífurlega erfiðar. Tölfræðin segir þetta um alla nánast.

Á fimmtándu í dag sló ég í vatnið. Átti 75mtr í pinna og var í röffi og tók 60° og ætlaði að taka 100% högg. Sló hann aðeins þykkan. Svo þrípúttaði ég einnig þar sem bleytan kom mér í opna skjöldu. Það hafði nefnilega rignt mest allan hringinn hjá okkur og kúlurnar voru ekki að brotna jafn mikið í púttunum. Tók hraustlega eftir því á þessu gríni.

Högg dagsins hjá mér er annað hvort höggið með sexunni á annari braut sem ég smurði meter frá holu og fékk auðveldan fugl. Eða lob vippið á átjándu fyrir framan alla, yfir bönker og á þennan erfiða pinna sem ég skildi hálfan meter eftir.

Frábært að enda mótið á pari á 17 og 18.

Ég lýk mótinu sáttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband