Leita í fréttum mbl.is

Hringurinn

fugl,par,par,fugl,par,skolli,par,skolli,par = E
skolli,par,par,skolli,skolli,skolli,skolli,par,par = +5

10 mtr pútt oní á fyrstu, aftur góð byrjun með massa pútti. Easy par á annari og þriðju. Easy fugl á fjórðu. Easy par á fimmtu.

Erfið par 3 næst og skolli þar. Frábært pútt á sjöundu tryggði kjarnorku par. Lélegt upphafshögg á áttundu skapaði skolla. Svo massa pútt á níundu fyrir pari. 13 pútt á fyrri var frábær árangur.

Lélegt upphafshögg á tíundu skapaði skolla eftir að hafa verið í grjóti, gott par á brjálæðislega erfiðri elleftu og svo gott par á tólftu. Lélegt annað högg aftur á þrettándu og skolli. Sama sagan á fjórtándu.

Lenti svo í bönker eftir upphafshöggið á fimmtándu. Snéri blending þaðan hægra megin við brautina og var heppinn að vera sláanlegur. Þriðja höggið var svo 153 metrar yfir hið fræga vatn og fokkin pinnin var fremst á flötinni. OG það var mótvindur. OG ég að slá uppúr röffi!

Tók massa sexu og lenti pinhigh nema aðeins hægra megin við grínið. Nánast fullkomið högg. Vippaði en meikaði ekki púttið. Góður skolli miðað við að tvö fyrstu höggin voru léleg.

Lenti svo í bönker hægra megin á sextándu í öðru höggi og náði ekki sand save.

Sautjánda var rosaleg. Pinninn aftast í 178mtr fjarlægð. Tók sexu sem var kylfan en ég missti hann aðeins til hægri og stefndi á áhorfendapallana. Fann svo boltan í drasli með grein beint ofan á boltanum. Hún snerti boltann. Þannig að engin leið var að lobba uppí loft með 60° sem ég svo nauðsynlega þurfti að gera. Það var nefnilega bönker á milli mín og pinna og meter til að vinna með á þrengsta parti grínsins.

Ef þetta var ekki nóg, þá tók ég eftir að boltinn minn lá oná öðrum bolta sem var grafinn í jörðina. Við þurftum að kalla á dómara og lausnin var að merkja minn, taka hinn upp og láta minn á nkl sama stað. Það gerði bara stöðuna verri.

Ég þurfti því að pönsa hann sirka 4 metra áfram með pw og krækja í hægri kant bönkersins og fá svona nokkurs konar sling shot effekt til að hann næði uppá grínið. Sem hann og gerði. Högg dagsins. Það eina í stöðunni.

Setti svo 3 metra pútt í fyrir besta pari sumarsins nánast.

Á átjándu er bara eitt sem skal varast, að yfirkjóta grínið og þurfa vippa tilbaka niður þessa brekku.

Var með áttu í höndunum en tók sjöu eftir smá hik og yfirskaut fokkin grínið og átti ómögulegt vipp niður brekkuna eftir. Go figure.

Snilldar vipp og fékk svona ooohhh óóóhh hljóð frá áhorfendum þegar kúlan daðraði við holuna. Setti svo púttið niður með viðeigandi klappi áhorfenda.

E á fyrri og +5 á erfiðum seinni helming vallar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband