Leita í fréttum mbl.is

1.dagur Íslandsmeistaramóts GSÍ

Póstaði skor uppá +6 þar sem ég fæ +5 högg í forgjöf og telst þá vera á gráa svæðinu. Sem sagt hvorki hækkun né lækkun. Eitthvað grunar mig þó að þessi dagur verði skalaður upp um allavega 1 högg sökum lélegs skors. Þannig að lækkun er möguleg. Það kemur í ljós eftir að mótinu lýkur.

Fugl,skolli,par,par,par,skolli,par,skolli,par = +2
par,par,par,dobbúl,skolli,par,par,par,skolli = +4

Bara ósáttur við tvö högg. Skallaði 54° yfir grínið á þrettándu frá 98mtr færi. Þar sem grínið er fyrir ofan okkur þá sáum við ekki hvert kúlan fór og við fundum hana ekki. Tvö högg töpuð þar. Mjög sárt.

Svo missti ég eitt meters pútt á næstu braut. Eitt högg þar.

Á tímabilinu tólftu braut til fimmtándu þá gerðum við ekkert annað en að leita að boltum. Þurftum að hleypa frammúr og mér fannst við vera endalaust lengi á þessum brautum. Allur rythmi gjörsamlega farinn úr leiknum.

Það var einmitt eftir eina slíka leit að ég skallaði boltann.

Svo á átjándu vildi ég alls ekki vera of langur því það væri deddlí á þennan pinna og tók því 7 járn á 153 metra í smá mótvindi. Missti hann uppí loftið og hann gjörsamlega plöggaðist í hægri bönkerinn. OMG hvað hann var mikið grafinn í sandinn. Sá bara helming kúlunnar. Hef sjaldan lent í öðru eins. Og svo var hann upp við bakkann í upphalla.

Djöfull var ég bara glaður að ná honum uppúr og inná grín. Skildi eftir 15 mtr pútt sem ég tvípúttaði fyrir skolla. Og uppskar klapp frá áhorfendum.

Það var frábært að hafa áhorfendur á svæðinu. Það gerir þetta skemmtilegra.

Í dag verður fallegri dagur og á ég von á mun fleirum að horfa á. Það verður eðal. Ég hvet alla sem hafa einhvern remotely áhuga á golfi að koma og fylgjast með. Og labba jafnvel með hollum. Kylfingar fíla það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband