22.7.2009 | 23:53
holtið enn og fokkin aftur
Búinn að tala ansi mikið um holtið. Enda er ég þar frekar mikið núna útaf íslandsmeistaramótinu.
Tók æfingarhring í dag þrátt yfir yfirlýsingar um annað. Það var þörf á því. Grínin eru svo friggin erfið að ég veit ekki hvað. Það verður sennilega málið í þessu móti, að koma rétt inn á flatir og pútta vel. Það verður lykilatriði.
Spilaði síðari níu með Úlfari Jónssyni sem var brill. Margfaldur íslandsmeistari og kylfingur aldarinnar á Íslandi (og þá sögunnar).
Hef ekki spilað með mörgum góðum spilurum eins og honum. Það var flott að sjá hve öflugur hann er með járnin.
Ég á teig kl 15:20
Of seint fyrir minn smekk. Það hefur sinn plús og sinn mínus. Grasið hefur þá vaxið aðeins yfir daginn á grínunum og hægir á púttunum sem er frábært. Ekki veitir af miðað við þennan stimp hraða sem þeir eru að leggja upp með.
En það er vissulega verra uppá vindinn. Örugglega versti tími dagsins uppá hann að gera.
Mæti uppí holt sirka 13:40. Hita upp, tek nokkra bolta og svo vipp og pútt eins lengi og ég get. Veitir ekki af.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.