Leita í fréttum mbl.is

Hjól

Ég hjólaði allt kársnesið. Eða ég held það. Hvað veit ég hvað allt þetta drasl heitir. Tók sirka 45 mín á sniglahraða.

Hjólaði framhjá gypsie heaven, ora baunaverksmiðjunni. Einnig ömmubakstri eða eitthvað álíka.

Sá að það voru einhverjir að hjóla fyrir aftan mig sem nálguðust mig sem óð fluga. Ég leit aftur með vissu millibili til að tékka á bilinu á milli okkar. Mér fannst eins og það væri verið að elta mig. The four horsemen.

Svo tóku þau frammúr. Tvö gömul hjón að njóta veðurblíðunnar. Taka frammúr MÉR! MÉR! the nerve.

Stoppaði svo í Bettís og keypti powerade til að koma mér síðustu metrana.

45 mín en samt bara sirka 6 lög á ipoddnum. Datt nefnilega inn á pastichio medley með Smashing pumpkins, sem er 23 mín lag. Eða samsuða af milljón litlum riffum með þeim. Hugmyndir sem Billy kom ekki í verk en sauð saman í einn pott.

Nokkur killer móment þarna inn á milli og ég ætla að kippa nokkrum út og setja í djúkarann við tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband