Leita í fréttum mbl.is

Hvítt

Fór hring í holtinu. Hver skráði sig með mér......jú.....Jón Elvar. Sjálfur. Strákurinn af myndinni hérna að neðan.

Tilviljun eða ekki?

Við töltum þetta í ágætu veðri og nánast einir á vellinum. Frábært.

Það gékk bara vel í dag.

En var mjög þreyttur eftir hringinn. Sennilega blanda af því að djamma um helgina, sofa bara 4 tíma fyrir sunnudagsmótið, fara 18 holur á Gós í roki og keyra svo beint í bæinn eftir það.

Þannig að, ég ætla sennilega ekki að fara hringinn á miðvikudaginn. Tók bara fría hringinn í dag. Tvo daga í hvíld en að sjálfsögðu að æfa á fullu.

Þegar ég og Jón vorum að fara taka fyrsta höggið, kom myndatökumaður frá sjónvarpinu. "jæja strákar, þið þurfið að venjast þessu, e haggi!"

og bara BEM, myndavélin beint framan í mig.

Jón tók fyrst og dökk húkkaði kúluna beint til vinstri, ég reyndi að vera fyndinn og sagði hátt við myndavélina "vó, bara sleikti stöngina". Svona rétt til að láta Jón koma aðeins betur út í sjónvarpinu.

Svo tók ég högg og hvílíkt högg. Þetta er par 4 braut en með option um að ná gríninu. Kellinn náði því næstum. Lengdin var til staðar en hann var sirka 5 metra til hægri. Kellinn.

Snéri kylfunni líkt og Tiger eftir gott högg og blikkaði myndavélina með öðru auganu og benti í linsuna. Enda heiti ég ekki Siggi slikk fyrir ekki neitt.

Svo kom þetta í fréttunum. 5 sekúnda bútur, bara af mér að slá höggið. Bara höggið, ekki flottu endinguna. Samt kúl. Gaman.

En í öðrum fréttum er það helst að djöfull er sveiflan stutt og hröð. Verð-að-fara-að-fokkin-hægja-á-þessari-fokkin-sveiflu. GODAMMM!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband