19.7.2009 | 21:56
GÓS
Fór í mót á GÓS, golfvelli Blönduósar. Þetta var sterkasta golfmótið þarna í langan tíma þar sem ég, Heiðar Davíð, Svanþór og Binni tókum þátt ásamt fleirum góðum spilurum.
Vallarmetið sem Heiðar setti í gamla daga sat enn. Par vallar, eða 70 högg. Menn voru brattir og ætluðu að gera atlögu að því.
Það var snilldar blíða. Allavega fyrstu holuna. Svo kom brjálað rok.
Þar sem þetta er bara 9 holu völlur þá var maður alltaf að rekast á stjörnuhollið. Binna, Heiðar og Svanþór. Maður fiskaði upplýsingar um stöðu og ávallt var það einn eða tveir undir pari hjá binna og Heiðari.
Á meðan ég var einn yfir mestmegnis, leit ekki vel út fyrir mig.
Þetta var skemmtilegt og spennandi.
Þetta endaði þannig að Heiðar tók þetta á +2, svo Svanþór á +3 og ég og Binni á +4. Ég átti bara vipp inná síðasta grínið eftir þegar þeir löbbuðu framhjá og gáfu mér upp stöðu. Ég þurfti því að vippa í holu af 7 metra færi til að fá fugl og jafna við Heiðar í fyrsta sæti.
Steindauður skolli og jafn í þriðja sæti með Binna. Við fórum í bráðabana. Högg af 85 metrum á móti vindi inná níunda grínið. Næstur holu myndi vinna þriðja sætið.
Ég tók léttan PW og dró kúluna of mikið og hún feyktist brjálæðislega og endaði um 20 metra of stuttur til vinstri. Binni tók bara létta áttu og endaði á gríni og hafði betur.
Þetta var nánast ljóðrænt því síðast þegar ég tók þátt í móti þarna og spilaði með Binna, þurtfum við í bráðabana og hann tók mig þá líka. Það var árið 1993. Sextán ár síðan!
Þetta var frábært mót. Mikill fjöldi og góður félagsskapur. Binni vann svo punktakeppnina með 41 punkt held ég. Ég lenti í fjórða sæti og fékk 5000kr úttekt í golfbúðinni í hafnarfyrði. Ég endaði á 36 punktum, akkurat á forgjöf, eftir að mótið var skalað upp um 3 högg. Enda völlurinn mjög erfiður, og ég tala nú ekki um í svona roki. Grínin lítil og með fáránlega miklu landslagi.
En völlurinn samt í góðu ásigkomulagi og vel hirtur af Jóni beina.
skolli,par,par,skolli,fugl,par,par,par,par = +1
par,par,skolli,par,par,dobbúl,fugl,par,skolli = +3
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.