Leita í fréttum mbl.is

3.dagur í meistaramóti GKG

Var rock solid í dag. Með allt inni og ekkert úti eins og skáldið sagði.

par,skolli,par,skolli,fugl,skolli,fugl,par,par = +1
par,par,par,par,par,skolli,par,fugl,par = E

Póstaði skor uppá +1 í dag sem er einu höggi frá vallarmeti.

Ég fæ 5 högg þarna þannig að þetta eru 40 punktar sem er 0.4 í lækkun. Kominn niður um 0.5 sem sagt í þessu móti.

Hitti 9 brautir(75%), bara 11 grín(61%) og notaði 29 pútt.

Vippaði tvisvar í sem var ljúft. Komin með þrjú þannig í mótinu.

Fyrir utan þessi vipp í holu þá var högg dagsins högg númer 71. Var staddur á gríninu á átjándu og var þannig staðsettur að ég hefði þurft að pútta útaf gríninu, uppí kargan, útaf gífurlegum halla frá hægri til vinstri á gríninu.

Ég tók því upp pw og vippaði af gríninu fyrir framan skarann sem var mættur til að horfa á okkur. Fólk tók andköf þar sem vippið var fullkomið og sleikti holuna. Skildi eftir auðvelt tap-in fyrir pari og 72 höggum.

Sennilega eitt erfiðasta högg dagsins til framkvæmdar en ég exekjútaði það fullkomnlega. Bara spurning um heppni og rétt hopp til að kúlan færi oní fyrir jöfnun á vallarmetinu.

Ég er í 4.sæti fyrir lokadaginn og fer því út í næst síðasta holli á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband