Leita í fréttum mbl.is

Hringur 2 í meistaramóti GKG

Spilaði ver í dag en samt á betra skori!

Pósta skor uppá +4 í dag sem er einu betra en í gær.

par,skolli,par,fugl,skolli,par,par,TRIBBLE,par = +4
par,par,fugl,skolli,par,par,par,par,par = E

Belgaði sirka 4 högg en var bara refsað einu sinni. Fór meira að segja næstum holu í höggi á níundu eftir belgað áttu járn.

Átti bara tvö góð upphafshögg í dag. Samt komst ég upp með það, bara refsað um eitt högg í kjölfarið, á fimmtu.

37 punktar sem er lækkun um 0.1 og vonandi verður þetta skalað sökum lélegs skors í dag. Ég var actually á næst besta skorinu!

Hitti bara 5 brautir(42%), 9 grín(50%) og 31 pútt með bara eitt þrjúpútt og eitt vippað í fyrir fugli á fjórðu.

Mjög léleg tölfræði sem endurspeglar það sem ég segi með að ég var að spila ver í dag. Svo var ég líka óheppinn í dag. Í þremur höggum í dag sló ég í snarrót sem snéri kylfuhausnum aðeins og ég hitti þ.a.l. grínið ekki. EN...ég var samt að komast upp með þetta.

Svona er golfið bara.

ps. tribblinn kom á áttundu útaf: Ágætt upphafshögg, 120mtr í stöng í upphalla og mótvind og ég tek létta níu. Er of graður og miða beint á pinna sem er alveg hægra megin á gríninu. Drifta aðeins til hægri og lendi á slæmum stað í glompu. Boltinn fer yfir grínið úr glompunni. Vippið tilbaka rúllar endalaust niður brekkuna. Og svo easy þrípútt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband