Leita í fréttum mbl.is

Vallarmet

Keppinnn setti nýtt vallarmet á hvítum teigum á GKG í morgun. Myndir voru teknar og heillaóskir veittar.

Ég var reyndar í fyrsta holli sem dregur kannski aðeins úr vægi metsins. Svo stóð það bara í um 20 mín þar sem gæjarnir í hollinu fyrir aftan okkur voru aðeins betri en ég.

Kom inn á 76 höggum eða +5 sem er akkurat forgjöfin mín. 36 punktar í hús.

Endaði samt á skolli og skolli með því að missa á báðum holunum meters pútt. En þau voru að vísu trikkí þannig að...whatever.

skolli,par,fugl,par,par,skolli,par,skolli,par = +2
skolli,skolli,par,par,par,fugl,par,skolli,skolli = +3

Hitti allar brautir nema 1 (92%), hitti 12 grín (66,6%) en var með 35 pútt sem hefðu mátt vera kannski þrem færri. Þá hefði ég verið mjög glaður. Við erum nefnilega að tala um þrjú þrjúpútt sem er mjög lélegt.

Högg dagsins kom á 15.braut. Innáhögg með 8 járni frá 140 metrum sem endaði um 30 cm frá pinna.

Á morgun fer ég út á milli 16 og 17 sem er fáránlega seint. Fáránlega snemma í morgun og seint á morgun. Hressandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 153391

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband