6.7.2009 | 22:59
Ice Age 3
Fórum í bíó í kvöld á þrívíddarmyndina Ice age 3. Hún er fín afþreying. Nokkuð svalt þetta 3d dót. Hef aðeins einu sinni farið á svona en þá var það ekki bíó heldur eitthvað thing í hollywood á sínum tíma í Universal studios í túristaferðinni í denn.
Myndin fær 3 og hálfa stjörnu og ég mæli alveg með henni.
Mæli hins vegar eindregið með Toffee crispinu sem ég hamraði í kjaftinn á mér á 0.1. ÞAÐ fær 6 stjörnur af 5.
Ég er þannig gerður að ég verð eins og lítill krakki þegar kemur að einhverju sem kemur biðröðum við. Flugvellir, búðir og BÍÓ.
Var t.d. mættur um klukkutíma of snemma að ná í Maríu og Sebas um daginn. Get bara ekki setið kyrr. Hæpast upp. Eins og lítill krakki.
Ég iðaði í skinninu við að verða fyrstur inn í salinn í kvöld. María stóð á hliðarlínunni og fylgdist hlæjandi með. Hún er orðin vön þessu og bara lætur þetta yfir sig ganga.
Ég get ekkert gert að þessu. Ég verð bara að vera fyrstur. Hef þetta frá mömmu, segir pabbi.
Eftir úthugsað plan og fullkomlega framkvæmt leikskipulag varð ég fyrstur í salinn. Ég settist í besta sætið.
Hjúkk. Það rann af mér taugaspennan og ég sökk í sætið og krakkaði toffee crispið open.
2 mínútum síðar settist feitasta manneskjan í salnum BEINT fyrir framan mig!!!!!
Þegar ég segi beint, þá meina ég BEINT í sætinu fyrir framan mig. Hún hlussaðist í sætið og hallaði því alveg aftur (enda ekki annað hægt sökum þunga). Við erum að tala um að hausinn á henni var í sirka 60cm fjarlægð frá miðjusvæðinu mínu (shaven haven).
GREIIIIIT. Hún hélt á tveim stórum popppokum. TVEIM. Hún var örugglega jafn lengi með þá og ég með toffee crispið.
Svo var svitalykt af henni.
Ég er ekki að skálda þetta né ýkja. Ég sver það.
Ég segi nú bara, hvar var hatturinn. Það var það eina sem vantaði til að fullkomna versta "fyrirframansitjara" ever.
Þetta kennir manni bara að slaka á og vera ekki svona stressaður í biðröðum. Bara láta örlögin ráða. Geri það næst....je ræt....gæti aldrei gert það. Er of stressaður.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 153391
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.