30.6.2009 | 20:21
gkg
Fór hring í dag því ekki neitt annað svo sem um að vera. Fór hvítan hring og endaði á +5 sem eru 35 punktar og nokkuð sáttur við sláttinn bara.
Á svona æfingarhringjum virkar þetta nýja stöff alveg sem svín. Þarf bara meiri tíma til að verða automatískur í þessu. Og þá kannski kemur þetta í mótum líka.
Það var svo rosalega gott veður að maður bara blikknar í samanburði.
Par,dobbúl,par,par,par,par,fugl,par,skolli = +2
skolli,par,par,par,skolli,skolli,par,fugl,skolli = +3
Dobblinn á annari, skollinn á níundu og fjórtándu komu bara útaf háa röffinu í kringum grínin. Það er svo mikil snilld þetta röff á gkg núna. Það er hátt og refsar alveg ótrúlega. I luv it. Þannig vill maður hafa það. Þarf bara að æfa það aðeins betur. Þarna eru 4 högg farin útaf erfiðleikum með vipp úr háu grínkantsröffi.
Skollinn á tíundu kom útaf lélegu innáhöggi með þrist sem ég ætlaði að fade-a til hægri inn með gríninu. Sveigði aðeins of mikið og var ekki á besta stað.
Þrípútt á fimmtándu og svo náði ekki up&down á síðustu.
Svona er golfið
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.