28.6.2009 | 14:31
2.hringur á 3.stigamóti GSÍ
+10 í dag á öðrum hringnum. Þetta var svipað og í gær nema að ég notaði 33 pútt, 5 betur en í gær og að í dag spilaði ég veikur.
Ég fann eftir hringinn í gær hve dauðþreyttur ég var. Ég kom heim og bara svaf eða dottaði yfir Nova TV (MJ session) lungan af deginum sem eftir var. Var búinn á því sökum flensuveiki sem var að taka sig upp.
Vaknaði svo kl 6;30 í morgun frekar slappur. Átti teig kl 8:20 og fannst ég hvorki heill né hálfur maður. Undir það síðasta var ég bara farinn að rugla. Soldið eins og "I have no memory of this place" móment. Það var öll orka úr mér.
En merkilegt hve þetta var orðið autómatískt, var bara í þokumóðu en samt átti ég alveg sæmó högg. Jákvætt.
Ekkert klikkelsi í púttunum í dag, bara ekkert af þessum sem detta duttu. Enginn fugl þó oft og mörgum sinnum hafi ég verið cm frá því. Það er soldið lame.
dobblinn á sjöundu kom bara eftir að gott dræv fór pínu utan brautar og var óheppinn með legu. Náði ekki að drulla honum áfram, fór bara nokkra metra og enn í slæmri legu. Bögg.
Hinn dobblinn var útaf lélegu upphafshöggi sem týndist í einu af þessum sirka 8 blindu upphafshöggum á þessum annars fallega velli.
Er soldið sammála vini mínum Binna Bjarka um að það sé alvarlegur galli á þessum velli. 8 blind högg er ekki góð hönnun. Og enginn forkaddí!
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.