Leita í fréttum mbl.is

gap

Ég fór eina mínútu yfir níu og bankaði uppá skrifstofum heimsferða. Kellingarnar sáu strax í hvað stefndi og voru komnar sjálfkrafa í vörn. Þær sáu óánægðan fullvaxinn karlmann og skelltu í lás (móralslega séð).

Eins og ég sagði þá var allt uppbókað þann 30.júní og eina lausa þann 14.júlí.

Ég fékk samt að bóka þau á fyrri dagsetninguna eftir þref og þau munu þá bara henda heppnu fólki í saga biss eða eitthvað. Fokk do I care. Svo lengi sem fjölskyldan mín kemst í sömu lögsögu og ég.

Þurfti að borga breytingargjald 7500isk sem er ágæt lending bara. Því sökin lá líka hjá okkur.

Við bókuðum í feb flug kl 23 um kvöldið. Svo var hringt í okkur í maí og okkur tjáð að þessu yrði breytt og við völdum þá nýja dagsetningu. Sú dagsetning var með flug kl 10 um morgun en við tókum ekkert eftir því. Það var alltaf bara verið að tala um að breyta dagsetningunum á fluginu.

Við hefðum sjálfsagt átt að taka eftir þessu og það var þeirra undiralda í samræðunum í morgun. Þau hefðu alveg getað þvegið hendur sínar af þessu en gamli vörkaði sjarmann með Pókerfésið að vopni.

Bachelor í viku í viðbót. Spurning um að hrynja bara íða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband