Leita í fréttum mbl.is

Þorlákshöfn

Fór hring þar í morgun með pabba. Þetta er minn fyrsti hringur þar í sumar og hann staðfestir það sem ég hef ávallt sagt.

Þetta er eini alvöru keppnisvöllur landsins. Hann skríður yfir 6km og brautirnar mjög þröngar og flottar.

Það er flotta hönnunin á vellinum sem laðar mig að honum. Langar brautir sumar hverjar og mjóar. Hann refsar íllilega ef maður er ekki á braut.

Þó margar brautirnar þarna séu mjög sandaðar þá er hann bara kúl.

Ég spilaði á +6 en fæ 4 högg þannig að þetta voru 34 punktar. Hitaði ekkert upp og fyrsti hringur eftir fyllerí þannig að ég er sáttur.

Pabbi var líka að gera ágætt mót. Reyndar fattaði hann ekki fyrr en á fjórtándu braut að skóreimarnar voru óhnýttar þannig að þetta fór að ganga eftir það......

Borga bara 1000kr fyrir hringin útaf vinavallasamningi við gkg. Lentum ekkert í rigningu en þó góðum vindi, eins og alltaf þarna.

Frábær völlur og sá besti á landinu. Ekki sá fallegasti né best hirti. Sá besti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband