Leita í fréttum mbl.is

Dýr

Þessi ferð til Akranes var dýr. Eftir góðan hring og æfingu eftir á settist ég upp í bíl og fann ekki lyklana. Leitaði smá en mér til undrunar voru þeir í svissinum. Eitthvað sem ég hef ALDREI gert nokkurn tíman.

Gleyma lyklunum í svissinum allan þennan tíma. Shæt.

Segir bara til um hve einbeittur golfari ég er. Focused.

Ég bara hló og þrusaði af stað...ó nei my friend. Ekki svo gott. Ég hafði líka gleymt þessum fokkin ljósum á. Og fékk ekkert bíp í varúðarskyni.

Bíllinn gjörsamlega rafmagnslaus.

Ég stoppaði einn golfarann og lét hann kapla mig af stað. Ó nei my friend. Ekki svo gott. Bíllinn bara vildi ekki af stað þrátt fyrir kapla start.

Ég þurfti því að hringja á verkstæði sem sendi gæja til mín og hann dró bílinn inná verkstæðið.

Þar fékk hann eitthvað power boost frá þar til gerðu tæki og hann rauk í gang eftir sirka 30 mín hleðslu.

Ég spurði strákin hvað ég skuldaði honum og hann bara. "borga?, uuu okey. Hjalti!!!!! eigum við að rukka hann eitthvað fyrir þetta?".

Hjalti bara "uuuuu okey, bara....sirka....4000kjell."

Þeir ætluðu pottþétt ekkert að rukka mig fyrr en ég álpaðist til að vera góður í mér. Borgar sig ekki að vera góður. Helvíti.

Ég þurfti að skutlast í hraðbanka því enginn var posinn.

Ég brunaði því næst í göngin þar sem ég þurfti að gefa aðeins í upp brekkuna. Leit aðeins af mælinum og fékk strax rautt flash í andlitið. Gripinn á sirka 15-18km hraða yfir hámarki. SEM ER FRIGGIN 70!!!!!!!!!!!!

ÉG LABBA HRAÐAR EN ÞAÐ!!!!!

Ég meina, moðerfrigg.....ég þurfti aðeins að gefa bensanum djús til að komast upp brekkuna. Nei, nei, ég bara flassaður.

Já, þannig að dýr var þessi ferð.

Eins gott að ég bara vinni fokkin mótið til að svara kostnaði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eso te pasa por no comer saaaanoooo!!si te alimentas bien piensas bien y juegas bien... ya sabes come mas pescaditooo!!!se nota q no estaba yo ahi para pelear po rel dinero, jajaja, animo q seguro q las cosas salen mejor!!!ya sabe un dia bien otro mal...besotess

mariita (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband