10.6.2009 | 18:17
Mjásmundur
Guð minn almáttugur (í mínu tilfelli heitir hann Jón Frussandi) hve þetta var dramatískur dagur.
Þetta byrjaði kl 7:30 á vakningu af hendi Maríu sem tjáði mér að hunskast til að hringja í Mast.is (matvælastofnun). Þeir sjá um að gefa leyfi til innflutnings dýra.
Þeir gefa upp ákveðinn glugga til að koma dýrum til landsins, í þessum mánuði var glugginn opinn 8,9 og 10 júní.
Við fengum leyfi fyrir Mjása með flugi sem lenti kl 01 aðfaranótt 10 fyrir allnokkru. En þar sem vélinni seinkaði um einn dag þá var Mjási kominn einn klukkutíma fram yfir þennan glugga.
Ég hringdi í mast og tjáði þeim þetta og þeir voru frekar harðir á því að dýrið kæmist bara ekki inn. Einn skitinn klukkutími fram yfir. Og ekki sökum trassaskaps eða kæruleysis af okkar hálfu. Hendur okkar voru alveg bundnar. Þetta var eina flugið sem til var fyrir mjása og þeir fresta því.
Ég hringdi um morguninn og símtalið endaði með því að maðurinn ætlaði að kanna hvort eitthvað væri hægt að gera.
Ef Mjási kæmist ekki núna þá yrði sennilega að aflífa hann. Því María kemur til Íslands eftir nokkra daga og enginn til að passa Mjása útá spáni og enginn staður til að taka við honum. Litla barnið okkar til átta ára var því hætt kominn (geri mér grein fyrir þvi að fólk sem ekki hefur átt kött eða dýr skilji ekki þessar tilfinningar, en mér er drullu sama, þetta er mitt fokkin blog).
Þó ég sé nú harður af mér öllu jöfnu þá var nú orðið mjög grunnt á mér. Á milli þess sem ég sakna fjölskyldu minnar og svo þetta með Mjása þá ólgaði nú yfirgnæfandi löngun til að beygja af.
Ég æfði bara um morguninn og spilaði svo hring í móti á meðan ég beið eftir þessu símtali sem myndi skera úr um hvort Mjási lifði eður ei.
Mér gékk nú samt ágætlega á hringnum en svo kom símtalið. Á fimmtu braut. Kallinn sagðist ætla að veita okkur undanþágu sökum þess að þetta var enginn trassaskapur heldur eitthvað sem við gátum ekki komið í veg fyrir.
HALELÚJA. PRAISE JOHN FRUSCIANTE.
Himnarnir opnuðust og mér varð svo skítsama um golfið. Ég átti erfitt með mig þar sem ég spilaði áfram. Gat ekki hætt að hugsa um Mjása.
Það virtist hafa góð áhrif á mig því ég kom inn á pari vallar og lækkaði í forgjöf.
Nú er bara spurning hvort þeir taki eftir því að meðfylgjandi gögn sem fara með Mjása eru ekki frumrit eins og krafist er. Þau voru á Íslandi og spænski pósturinn ekki enn búinn að skila honum til Maríu.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kemur mér skemmtilega á óvart hvað þú ert mikill kattavinur Siggi minn. Mér finnst fólk alltaf vera örlítið betri manneskjur ef þær eru góðar við dýr. Vona að Mjási komist heill og höldnu yfir hafið :)
Anna Þorbjörg (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 11:04
Takk fyrir það Anna mín. Það gleður mig að tilkynna að Mjási er kominn til landsins án frekari vandræða.
Ég fæ að sjá hann í fjarska eftir nokkra daga. Má ekki koma við hann. Djöfull er það steikt. En, ætli orðið "einangrun" segi ekki allt sem segja þarf.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 12.6.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.