1.6.2009 | 17:05
Snillingur
Spilaði í góðu holli. Einn gæjinn var svo svalur að ég þurfti að taka mynd af honum. Hann er lengst til hægri á myndinni. Á fyrstu gjörsamlega flengdi hann upphafshöggið sitt svo að menn höfðu orð á. Hann fór meira að segja um 1 meter lengra en ég!
Svo á þriðju flengdi hann annað en það var hilarious því það fór sirka 170 metra til hægri við brautina. Slæs dauðans. Út fyrir vallarmörk sem ég vissi ekki einu sinni af. Það er hestamannastígur þarna (sem ég tók fyrst eftir núna) og þegar hann ætlaði að fara að slá sitt þriðja af teig þá hörfaði hann skyndilega frá högginu og leit á okkur alvarlegur.
"Best að bíða eftir helvítis hestinum sem kemur þarna"
Við erum að tala um að þetta er svo langt til hægri að ég hafði bara aldrei horft í þessa átt.
Hollið dó næstum úr hlátri.
Svo flengdi hann kúluna upp að minni. Þá datt af mér kjamminn því ég tók nefnilega gott dræv. Ég spurði hvað hann æti í morgunmat. Þá sagði hann svalur:
"tja, ég fékk mér einn magic á þeirri fyrstu"
Hollið dó aftur úr hlátri.
"já, ég er alveg kófsveittur á kálfunum eftir það"
Það var fullt af öðrum mómentum hjá þessum snillingi en líklega svona had to be there móment.
Eitt skemmtilegt við þennan mann að þegar hann var að munda höggin sín, koma sér í stöðu og svona, þá talaði hann alltaf við sjálfan sig. Peppaði sig upp. Var að segja t.d. í púttum að holan væri svo stór, hún væri eins og sundlaug og slíkt til að hugsa jákvætt.
Svo lifði hann sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður kannski rétt missti pútt þá var hann svo spenntur að pútterinn hans kastaðist upp í loft. Rosa innlifun.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ha ha sè tetta fyrir mèr, alltaf gaman ad kynnast skemmtilegu fòlki
Kata (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.