30.5.2009 | 01:32
ölver barsmíðar
Kíkti á pedro í kvöld og við pikkuðum tönnina upp. Fengum smess frá Bjarna Loco um að Ölver væri málið í kvöld. Við litum á hvorn annan og vorum fullir efasemda.
Ákváðum samt að slá til eftir að Senor Loco fylgdi þessu eftir með öðru smessi um að það væru einungis 3 mín í að hann færi uppá svið að taka "The winds of change" með Scorpion í kareókí. Við þangað.
Þetta var ló kí en bara fínt samt. Höfðum gaman af allskonar karakterum sem fóru uppá svið. Með misjöfnum árangri.
Þegar þetta var orðið gamall brandari þá létum við okkur hverfa. Við skutluðum tönninni heim og stoppuðum svo á rauðu ljósi.
Sáum drukkið par æða útí traffíkina og við bara shit! hvað er í gangi. Sáum svo fljótlega að kallinn var eiginlega að elta konuna.
Sáum svo skelfingarsvip á henni og öskur.
Ég leit á þau og hugsaði, heimilisofbeldi!!!! Gerði mig líklegan til að stökkva út úr bílnum og útí traffík til að stöðva barsmíðar þegar ég sá mann í úlpu koma hlaupandi þvert fyrir bílinn. Þá var þetta Pétur.
Hann er tilfinningarvera og ekki lengi að henda sér út til að skakka leikinn. Hann fer eftir gut feeling og sýndi samúræja takta við að hugsa sig ekki tvisvar um.
Ég fylgdi á eftir í backup með öskur og læti því þetta var bara að fara að gerast. Kallinn var að fara lemja konuna. Eða svo við héldum.
Kellingin var fljót að hlaupa að okkur og kallinn fylgdi á eftir. Bæði sauðdrukkin. Hann var samt fljótur að segja að þetta var konan hans. Og að hún hafi stolið kreditkortinu hans.
Ok, við bökkuðum því aðeins og sáum til. Létum þetta aðeins spilast út. En þetta hélt áfram og við bara heimtuðum ekkert ofbeldi. Það var okkar eina ósk.
Kallinn varð við því og heimtaði að við hringdum í lögguna. Sem ég og gerði. Fékk svo handamerkingar frá Pétri um að þetta væri búið.
Kellingin stökk uppí bíl, svartan Rav og þaut í burtu drukkin undir stýri. Ég tjáði löggunni það og var hún þakklát.
Við keyrðum af stað, báðir fullir af adrenalíni. Þetta var hörku scenario.
Droppaði svo pétri heim til sín og ók sjálfur af stað heim. Djöfull var ég stressaður. Ég þekki aldrei neinar bílategundir í sundur. En mikið andskoti sá ég marga svarta Rav bíla þarna í umferðinni. Skíthræddur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.