Leita í fréttum mbl.is

xið

Missti trúna á x-ið 977 á leiðinni út eftir. Stillti frekar á fm því xið var að dæla út greddu handboltarokki sem á engan vegin samleið með fagurfræði tónlistarsmekks undirritaðs. Taðs.

Var svekktur. Enda búinn að hlakka mikið til að komast í normal útvarpshlustun eftir þetta helvíti á jörðu sem spænskt útvarp er.

Gaf þessu svo aftur séns á heimleiðinni. Sé ekki eftir því. Talandi um kombakk aldarinnar.

Um leið og ég kveikti þá heyrði ég fyrsta tóninn í Party girl með U2. Ég snéri takkann úr hálsliðinum og hækkaði í botn.

"I know a girl, a girl called party, party girl"
...."I know a boy, a boy called trampoline, you know what I mean"

Svo kom Placebo, sæmó.

Svo kom Guns and fuskin Roses með eitt besta lag sem samið hefur verið. Civil war.

"What´s so civil about war anyway"

Svo kom Pantera með cowboys from hell. Soldið þungt en akkurat sem ég þurfti á tíma sem slíkum. Var á svo miklu ánægju high að ég flösuþeytti allt lagið.

Þátturinn var á enda og stjórnandinn gróf upp alla mestu lame útvarpsfrasa sem fyrir finnast. Og allt á nokkrum sekúndum.

"já, og næst eru það krakkarnir í Guns N Roses"......krakkarnir!

"þátturinn er á enda, farið varlega þarna úti".....LAME

Eitt samt svalt.

"Þetta var samkynhneigður maður að spila lag eftir annan samkynhneigðan mann"

Þá var hann að tala um placebo sem tók lag eftir Morrisey.

Hann endaði þetta svo með

"Síðasta lagið er rólegt og fallegt, svona típískt vangalag. Ef þú ert á sýru"

Og úr viðtækinu kom Ace of spades með Motorhead.

Ég skipti ekki aftur yfir á aðra stöð. Það er á hreinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband