Leita í fréttum mbl.is

hvað er að frétta!

Fór útí kef og var eini maðurinn á svæðinu. Það var svo mikill vindur að þetta var hlægilegt. Roskni maðurinn í afgreiðslunni spurði mig hvort ég vildi ekki bara bíða í nokkra klst og sjá hvort ekki lægði smá.

Ó nei my friend. Ekki ég. Hér er ég kominn til að berjast.

Fór því á fyrsta teig og komst að ýmsu. Kerran mín er skyndilega bremsulaus sem er frábært í svona roki. Það er nánast óþarfi að tía upp með ásnum því maður tekur bara ormaskelfa högg (mjög lá högg) í svona mótvindi. Buxurnar mínar eru með gati í klofinu......og svo margt annað er líða tók á hringinn.

Sökum bremsuleysis kerrunar þá þurfti ég að leggja settið bara á hliðina á milli högg hjá mér. Annars hefði hún bara fokið útí sjó. Priceless.

Ég er nú hræddur um að nokkrir vinir mínir hefðu ekki komist lífs af í svona golfveðri. Ég nefni engin nöfn en mig langar bara til að nota tækifærið og senda kveðju á pedro og gabriel.

Komst líka að því að ég er betri en ég hélt í mótvindi. Bara taka þetta mjög neðarlega og draga flesta bolta til vinstri þá gengur þetta vel.

Það tók mig nokkrar holur að komast að því hvernig best væri að tækla þetta.

Fékk dobbúl á fyrstu sem er par 5 í mótvindi. Upphafshöggið fór bara sirka 170 metra því ég var ekki enn búinn að mastera þetta. Svo kom skolli á annari, nokkuð fair, bara óheppinn.

Svo kom Bergvíkin. Ég spilaði hana um daginn í mótvindi og tók járn þrist. Núna var GALE FORCE meðvindur. Okay, ég byrjaði að reikna. Taka tvö járn af og þá er ég kominn í engan vind. Tek svo tvö járn af til viðbótar sökum meðvinds. Okay, tek þá sjöuna. Hvað er að frétta! Yfirskaut grínið svaðalega.

Tók þá áttuna, yfirskaut grínið, tók þá níuna og stoppaði í enda grínsins og pinninn fremst. Tók þá PW og rétt náði inn.

Niðurstaða: 185mtr par 3.....easy nía.

Þess má geta að ég fékk easy par á boltan með níunni.

Dobbúl á næstu útaf tveim lélegum höggum.

Svo kom fimmta maður. Shit. Pjúra mótvindur frá helvíti. Ég átti perfect upphafshögg. Frábæran tré þrist. Flott lágt 8 járn á 60mtr færi og var að pútta fyrir fugli! Snilldin ein að mínum mati. Kalt mat.

Easy par á einni af erfiðustu holu vallarins.......að ég hélt. Kom á daginn að þetta er fokkin 400mtr par 4. SÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆLLLLL. Parið varð að skolla.

Á þessum tímapunkti var ég orðinn reynslunni ríkari, bæði í innáhöggum og með högg á móti vindi. Rétt missti fugl á næstu. Easy par á sjöundu. Fallegt par á áttundu sem er 140mtr par þrír og ég tók tré þrist í mótvindinum!!!!!!!!

Púttaði svo fyrir fugli á níundu. Lét þetta svo gott heita enda voru þessar níu holur líkt og 27 holur á venjulegum degi. Svo erfitt var að labba þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband