27.5.2009 | 17:44
dasgelbe
Var ég búinn að minnast á bílinn minn?
Ég fékk brúnan volvo lánaðan frá Bjarna mági mínum. Þetta er 94 módelið, keyrður 250þ kmtr en í topp standi. Bíll með reynslu eins og auglýsingin myndi segja.
Fyrir utan nokkur ljós í mælaborðinu sem einhverra hluta blikka stöðugt þó ég gefi þeim íllt auga.
Það er ekki spilari í bílnum en ég hlusta bara á x-ið sem er ferskur andvari í tilveruna miðað við útvarpsrásirnar á spáni. Þar geturu valið á milli crap eða crap-it-í-crap.
Bíllinn er algjör sleði. Rennireið dauðans. Ég var búinn að keyra í hálftíma út í keflavík þegar það byrjaði að stíga þessi myndarlegi reykur upp úr húddinu. Ég gaf þá bara í til að fá smá vindkælingu á þetta. Kannski að reykurinn hafi eitthvað með þessi blikkandi ljós að gera. I guess we´ll never know.
Svo þarf maður að plana það vel fyrirfram ef maður ætlar að bremsa. Það hökktir allt og hristist nefnilega og maður fær hálfpartinn á tilfinninguna að bíllinn sé uþb að stökkbreytast í transformer kall við hverja bremsingu.
Ég myndi ekki vilja skipta á bíl fyri fimmaura. Ég fíla mig á honum. Soldið amerikanó, soldið white trash, sem passar fínt við derhúfurnar mínar og mitt almenna attitjúd.
ps reyndar ætlar bjarni kannsi að láta mig fá mercedes í staðin. Sjáum til.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.