27.5.2009 | 17:29
Leiran
Tók hring í Leirunni kl 11:20. Spilaði með ungum strák, Eygló Mirru og svo reyndum heimamanni.
Völlurinn kom mér á óvart. Skemmtilega á óvart. Grínin góð miðað við íslenskar aðstæður og allt annað mjög fínt. Bjóst ekki við þessu.
Er farinn að pútta líkt og vindurinn en vippin eru enn smá strögl. Þangað til að ég fattaði að nota bara pw í þetta, það virðist vera betra.
Ef ég nota 54° eða 60° þá í fyrsta lagi gæti kúlan hoppað og skoppað 45° í aðra hvora áttina sökum grínana og í öðru lagi þá næ ég ekki tötsinu á þessum grínum með ofangreindum kylfum.
Ég rúlla bara kúlunni í staðin með pw og jafnvel áttunni. Virkar betur.
Nota hins vegar 60° þegar ég þarf þess. Lítið grín til að vinna með og slíkt.
Þetta eru ein stærstu grín á landinu held ég. Það eru nokkur þarna sem eru um 40 metrar að lengd. Svaðalegt. Ég fíla það. Svo fíla ég líka röffið á tólftu, alvöru us open röff.
Ég vill alltaf hafa röffið þannig að það sé alvöru refsing ef þú ferð þangað.
Í fyrra var þetta brill en menn kvörtuðu yfir því hve hátt það væri. Crap. Aldrei nógu hátt segi ég nú bara.
Við vorum að slá nokkrum boltum, æfa okkur og slíkt. Allt virðist vera semí fínt hjá mér. Er samt ekkert að toppa. Finnst ég eiga nóg inni.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.