Leita í fréttum mbl.is

sundlaugarpartí

Þá eru Zandra og Gabriel farin. Þau komu hingað kl 14 og fóru kl 21. Alvöru sundlaugarpartí stemming með telepizza, eftirrétt og læti.

Ég og Gabriel náðum persónulegu meti að skalla á milli í sundlauginni, 64 sinnum á meðan að Zandra sólaði sig.

María og Sebas komu svo kl 17:30 og við átum pizzur og eftirrétt sem Zandra útbjó. Át yfir mig og er viðbjóðslega útþaninn og nálægt því að æla.

Þetta var þrusustuð og góð leið til að kveðja þau því ég sé þau ekki aftur fyrr en í sept, kannski.

Ég er HELbrunninn allstaðar nema á hálsi og ofar, handleggjum og fótum. Því þar var bóndabrúnkan núþegar til staðar og öllu vön. Allstaðar annar staðar er ég mjög rauður og með Aloe vera slykju yfir til að róa brunann.

Sebastian lék á alls oddi. Var svo ekki sáttur við að fara í bólið núna og orgaði og veinaði. Hann er þagnaður loksins og mun sennilega steinsofa í alla nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ha ha hvad sagdi eg her ad nedan na na

Kats (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Jú jú, þú þekkir þetta. The Rúnarssons, skellum bara tÚmötum á þetta eins og faðirinn í denn.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 20.5.2009 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband