Leita í fréttum mbl.is

Langur dagur

enn á ný langur dagur í dag þar sem Maria dömpaði mér á La Cala þar sem ég sló nokkur hundruð boltum.

Gabriel kom svo og við tókum kveðjuhring þar á Evrópuvellinum. Ég byrjaði vel.

Örn,skolli,par,skolli,par,skolli,par,skolli,par = +2
par,par,par,par,dobbúl,dobbúl,par,par,fugl = +3

Samtals 5 yfir par sem eru 34 punktar, eða rétt undir forgjöf sem er fínt miðað við að ég var ekkert sérstaklega á boltanum í dag.

Fínt að dræva meter frá gríni á fyrstu holunni sem er par 4 og vippa svo í fyrir erni. Ekki slæmt.

Og dásamlegt að enda þetta svo á fugli. Hélt að í gær hefði verið síðasti hringurinn minn hérna en við læddum inn einum í viðbót. Sáttur.

Fjárfesti í 55 titleist proV fyrir 65 evrur. Við vorum gjörsamlega gáttaðir því þessir boltar eru nánast nýjir. Hef aldrei séð "notaða" bolta jafn flotta. Gabriel spilar eingöngu með nýjum boltum keyptum í búð en var öfundsjúkur samt sem áður. Snilldar kaup. Ætla að kaupa um 20-30 í viðbót og þá er maður sett fyrir Íslandsförina (ekki það að ég ætli mér að týna þetta mikið af boltum).

Æfðum svo smá eftir þetta og málið, eins og við segjum í sveitinni, dautt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband