Leita í fréttum mbl.is

Tívolí

Fórum í Tívolí í dag og höfðum mikla skemmtun af. Kemur á óvart magnið af tækjum þarna og hve gífurlega stórt svæði þetta er. Mæli eindreigið með að fólk fari þarna ásamt því að fara í aguapark og dýragarðinn. Þetta þrennt er algjört möst þegar komið er til costa del sol.

Ég verð alltaf svo spenntur við komu í slíka garða og var að fara úr límingunum. Strax búinn að plana hvaða tæki ég ætlaði í. Ég sporaði hratt inní garðinn með einbeittan brotarvilja en, fattaði svo skyndilega eitt. Ég stoppaði, hallaði hausnum hægt niður á við og sá þá minn yndislega son.

Kynslóðaskipti takk fyrir.

Eyddum deginum í að fara með honum í barnatæki. Ég sat á hliðarlínunni en hafði mjög gaman af.

Auðvitað fór ég nú ekki tómhentur heim því ég náði samt að læða inn tveim tækjum. Eitt af þeim var 60mtr hátt falltæki, sem er bara stöng uppí himininn og svo pompað niður. sækó.

Hef oft prófað svona og kannski minnistæðast þegar ég, pétur og sverrir fórum í slíkt tæki í stokkhólmi. Man ekki hvort það var hærra en þetta í dag virtist allavega nógu hátt. Þvílíkt útsýni yfir strandlengjuna. Náði að anda henni inn í sirka 1 sekúndu. restinni var eitt í að einbeita sér að pissa ekki í brókina.

Frábær dagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stokkhólmur var 80 metrar.

Pétur (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 10:28

2 identicon

veiiii geðveikt gaman, væri alveg til í tívolí hérna á Íslandinu góða í dag, það er enn svona 30 stiga hiti úti geðveikt veður sól og blíða,

við pabbi erum að fara að grillla :) 

Kata (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband