15.5.2009 | 09:41
moving day
Þá er komið að því. Við flytjum út í dag og förum með allt hafurtaskið uppí villuna hjá tengdó tímabundið.
Ætluðum að vera hérna til sirka 20.maí en tökum þess heldur bara alvöru flutning á nokkrum tímum eins og okkur er einum lagið.
Kata, nenniru að koma að hjálpa okkur?
María er enn í skólanum og ég hef skrúfað í sundur allt sem ég gat og er rétt byrjaður að sópa öllu lauslátu í töskur. Það er ekki mín sterkasta deild, hence ég að skrúfa.
Þetta verða nokkrar bílferðir, kannski svona 4-5 bílar. Fáum tvo bíla í viðbót hjá tengdó þannig að þetta verður ógéðslega gaman [segir sigursteinn og klórar sér íonum á meðan að írónían vellur útum eyrunum]
Þetta er sennilega það leiðinlegasta sem ég geri. Held ég skreppi bara í golf á meðan þau gera þetta fyrir mig. Djöfull yrði ég skotinn þá af leyniskyttu á 17.holunni.
Veit ekki hvort sá gamli er með þráðlaust uppí fjöllunum en fastlínu jú. Svo er hann líka með sundlaug þannig að þetta reddast.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bwaaaaahaha ætlid tid aldrei ad læra ad flytja krakka ormar,,, mjög einfalt: nr.1 byrja ca viku ádur enn fluttningsdagurinn er ad PAKKA NIDUR og tá í kassa og töskur sem tid erud búinn ad redda ykkur ádur og svo daginn fyrir fluttning ætti allt ca ad vera komid i kassa og töskur, já líka hnífapör og tarna ætti líka ad vera búid ad trífa tóma skápa og ískápinn. Ótrùlega einfalt. Èg mun aldrei gleyma tví tegar ég kom ad hjálpa ykkur ad flytja af Reynimelnum. Dísùs. Èg mæti og vissi ekki ad èg væri fyrst ad fara ad pakka nidur og svo flytja og svo trìfa he he he hey já og tad sama gerdist í àlfheimunum tid erud snillingar.
Kata (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.