13.5.2009 | 22:52
Kódak
Byrjaði að horfa á leikinn heima. Tók svo ákvörðun um að skella mér niðrá bar eftir að hafa séð að það var troðfullt og stemmingin góð.
Ég stökk niður og komst að því að stemmingin var nú ekkert svo rosaleg. Það virtist bara vera allt pakkað þarna inni en einungis útaf því að eina fólkið þarna sat upp við útganginn.
Í ofanálag þá hafði atleti skorað mark á meðan ég var í lyftunni.
Ég lét það ekki á mig fá og stillti Bono og félaga í botn á eyrunum og settist niður.
Loks þegar Barca skoraði, sem btw var gull af marki, þá öskraði ég svo hátt því ég var með U2 stillt svo hátt, að fólk hrökk í kút og horfði bara á mig í staðin fyrir að horfa á markið.
Frekar vandræðalegt. Kódak móment.
Þetta var klassískur davíð og golíat leikur. Fyrstu tíu mín komu ljónin, eins og leti eru kallaðir, öskrandi útá völl og skoruðu mark í kjölfarið. Svo settlaðist leikurinn niður og Goliat valtaði yfir Davíð næstu 80 mín eða svo.
4-1 fyrir barca og þetta var aldrei í hættu.
Einn titill í höfn, tveir to go.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.