Leita í fréttum mbl.is

Solid

Spilaði í dag með graham og spilaði ágætlega. Kom inn á +3 þar sem ég fæ +4 frá hvítum og 37 punktar.

Við lögðum 10€ á þetta og ég rústaði honum.

fugl,fugl,par,skolli,par,par,skolli,par,skolli = +1
par,skolli,par,skolli,fugl,par,skolli,par,par = +2

Ásinn var beinn og oftast á braut, 10 af 14. En hann er aldrei að fara í vandræði.

Járnin voru fín.

Púttin fín.

Flest bara á sínum stað.

Hefði mátt setja nokkur innáhögg aðeins nær og gefa fuglinum betra tækifæri. En almennt sáttur samt.

Það má taka 2 högg af skorinu þar sem holur 1-9, eða okkar holur númer 10-18 voru gataðar. Þetta kom okkur í opna skjöldu og á holu tvö var grínið bara fáránlegt, þrípúttaði þar, sem gefur ekki rétta mynd af spilamennskunni. Svo var ég að vippa í fyrir par reddingu á annari holu, það vantaði nokkra cm í holu þegar kúlan rekst í eina ójöfnuna og tekur 10° hopp til vinstri. Not cool. Að lámarki 2 glötuð högg vegna grínanna.

Er að spila vel núna. Svo vel að Graham hefur orð á því. Þegar hann hrósar manni þá veistu að þú gerir eitthvað vel. Hann er bara þannig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband