Leita í fréttum mbl.is

U2

Er að lesa ferilsögu U2 og er góð lesning. Kom upp áhuga á þeirra örlí stöffi. Er að hlusta á Boy sem er frekar nett debut plata verð ég að segja. Mjög eightís hrátt cure-like stöff.

Hef ávallt verið hrifinn af svona gítarleikurum, svona gæjum sem skreyta lögin með seiðandi, löðrandi og fljótandi nótnaleik. Í staðin fyrir að drífa lagið áfram með power kordum þá þess í stað hlaupa allt í kringum lagið með ofangreindum áhrifum.

Aldrei verið neitt sérstaklega hrifinn af U2 en þessi fyrsta plata þeirra er svo sannarlega nett.

Þeir Edge og Bono hættu í sveitinni eftir þessa plötu. Þeir gerðu það til að tilhelga sig kristilegu starfi. Þeir ásamt Larry voru mjög trúaðir og tóku þetta allt mjög alvarlega á meðan Adam vildi bara djamma.

Þeir ákváðu samt að fylgja þessu eftir þar sem Paul, umbi sveitarinnar var búinn að gera plön og þeir skuldbundnir. Munaði mjóu.

Er kominn að útgáfu annarar plötunar, October, sem þeir segja vera frekar ómerkilega plötu. Sérstaklega umslagið, sem er ljótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband