Leita í fréttum mbl.is

Tækni Þorp 3000

Þorpið sem við vorum í er um 100 manna þorp þar sem allar lífsins nauðsynjar eru kannski ekki svo nauðsynlegar þar.

Það nýjasta.......örbylgjuofn.

Það var einn slíkur í eldhúsi ömmu Maríu og mikil stemming í kringum hann. Sem mér fannst náttúrulega ómetanleg snilld. Það var enginn til að vera meðsekur í góðlátlegu gríni um þetta mál þannig að ég beit á jaxlinn og kom ekki með eitt sarkastískt komment (wasted moment).

Soldið eins og Chandler þegar Ross mætti í leðurjakkanum með kögri, eða voru það leðurbuxur....

Frænka Maríu féll í yfirlið ef einhver nálgaðist örbygljuofnin því hún kunni svo vel á hann, að sögn.
"Hann er stilltur alveg eins og ég vill hafa hann. Ekki rugla í því."

Að sögn, hafði hún fundið bestu stillinguna til að hita upp matinn fyrir 105 ára mömmu sína sem hún er að passa. Og vildi ekki glata þeirri stillingu.

Við erum að tala um að þessi galdra stilling hjá henni var eftirfarandi:

Medium High í tvær mínútur.

Örbylgjuofninn hafði eftirfarandi 5 stillingar:

Low, medium low, medium, medium high og high.

Svona guðdómleg móment koma ekki oft í lífinu. Og enginn þarna til að njóta þess með. Spánverjinn náttúrulega clueless um eigin fáfræði, Sebas of ungur og María upptekin við eitthvað annað.

Ég þakka nú samt mínu heilaga fyrir að hafa ekki Pedro mér við hlið á svona stundu. Það hefði verið of mikið til að höndla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefði nú samt verið forvitnilegt að sjá hvað spánverjanum hefði fundist um tánings flissið sem án nokkurs vafa hefði átt sér stað.

Pétur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband