Leita í fréttum mbl.is

Matur

Matur er eitthvað svo mikilvægur hjá spánverjanum. Nánast heilög helgiathöfn sem ber að taka alvarlega.

Allir voru nánast forviða úr undrun þegar ég mætti ekki í veislumatinn. Fólki finnst bara sjálfsagt að maður hugsi bara um það í staðin fyrir að hugsa fyrst um barnið.

ÉG: já, ég varð eftir því sebas var enn sofandi, soldið lasinn greyið.
ALLIR: en, bíddu, slepptiru matnum?
ÉG: uu já, sá ekki ástæðu til að ferðast eitthvað að óþörfu með punginn svona veikan
ALLIR: bíddu....en maturinn?
ÉG: [horfi starandi útí loftið með fuglasöng inní hausnum á mér]

This is going nowhere...and fast.

Svo þegar við loks mættum seinna um kvöldið þá var það fyrsta sem spænsku kellingarnar í fjölskyldunni spurðu um.

Spænskar Kellingar: léstu ekki angelu útbúa eitthvað fyrir þig í þorpinu á meðan þú varst þarna með Sebas?

ÉG: u nei, átti ég að gera það?

SK: Ertu að segja mér að þú hafir ekkert borðað drengur í allan dag? (eins og ég gæti ekki fengið mér eitthvað á eigin spýtum, angela who?)

ÉG: jú, ég greip einn banana áðan.

Þrjár búttaðar spænskar kellingar féllu samstundis í yfirlið og mamma maríu átti erfitt með andardrátt.

Þetta var þeim náttúrulega bara ofviða. Að ég hafi ekki borðað almennilega í allan dag. Rosalegt.

Hey það var ekki eins og ég mátti ekki við því að missa einn matartíma úr. [skrifar Sigursteinn og gerir samstundis obligatory bada búmm hljóð í kjölfarið]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi smellpassa við Spánverjana hvað mat varðar, sama hvað ég er að gera þá kemur maturinn alltaf fyrst.

 Ég virka ekki án matar kl 8, 10, 12, 15 og 19. Hef þurft að standa upp af fundi og gera hlé til að ná mér í að borða, ég einfaldlega virka ekki án matar þannig ég skil konurnar vel.

Notaðirðu ekki tækifærið og lést þær búa til eitthvað djúsí fyrir þig?

Pétur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Það var einhver kelling sem ég þekki ekki neitt sett umsvifalaust í að útbúa eitthvað handa mér.

Ég frétti það síðar að hún hafi farið inní eldhúsið á þessum tiltekna veitingarstað og fengið leifar úr veislunni í tupperware, eða tappawa eins og spánverjinn kallar það.

Ég frétti þetta sem sagt fyrst þegar við vorum búin að keyra í 10 mínútur heimleiðs. Takk María.

Nennti ekki að snúa við og tók þá bara pissustopp á næstu bensínstöð í staðin þar sem ég fyllti tvo innkaupa poka af allskonar energí mat til að halda okkur vakandi.

Red bull, powerade, akvaríus, sunny appelsínusafa (100% sykur) kit kat, 4 samlokur, snakk, dónuts, skúffukaka (svipað) og eitthvað annað góðgæti.

Það má ekki hleypa mér í verslun þegar ég er með tóman maga. Ég hef engan sjálfsaga þegar kemur að mat og ég læri aldrei. ALDREI.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.5.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband