Leita í fréttum mbl.is

Ferð dauðans

Þetta var ein misheppnaðasta ferð sem einhver hefur farið í. Ever.

Við lögðum í hann 00:30 á föstudaginn með það að leiðarljósi að Sebas myndi sofa alla leiðina. Ekki svo.

Áfangarstað var náð kl 09:30 eftir mikin pirring og grenj. Mjög erfið ferð þar sem þreyta var galdraorðið.

Ég náði að keyra í 2,5 klst, María tók svo næstu 5klst og ég svo rest. Martröð.

Anyway

Laugardagurinn var því frekar ruglingslegur. Allir eitthvað skrýtnir og sérstaklega Sebas því hann var eiginlega orðinn bara full fledge veikur.

Hann var mjög lítill í sér og gaf ekki rétta mynd af sér fyrir framan vini og ættingja eins og allir foreldrar vonast til. Bömmer.

Hann fór ekki úr fangi mínum sem var mjög erfitt fyrir þreyttan mig. Við entumst bara helming af kirkjunni og röltum svo heim, við tveir.

Hann steinrotaðist heima og þegar átti að fara í veisluna þá fundum við það ekki í okkur að vekja hann. María fór því ein. Kom svo og ætlaði að ná í okkur eftir sirka tvo tíma en pungur enn sofandi. Veikindar Sof.

Við tókum þá bara þann pól í hæðina að drulla okkur heim þar sem við nenntum ekki að hanga þarna í einn dag í viðbót með Sebas veikan.

Komum við í veislunni og ætluðum að stoppa stutt til að kveðja.

Enduðum á að vera þarna í tvo tíma með Sebas ferskan sem læk, dansandi eins og raketta á spýtti. Til eru myndir af þessu.

Allir bara, "hva eru þið að fara? Strákurinn er bara í toppformi"

Við leyfðum honum að keyra sig út og rukum svo heimleiðis.

Lögðum í hann 21:30 og komum heim í bólið kl 06:00 og sváfum til 10.

Heimferðin gékk mjög vel fyrir sig. Sebas svaf nánast alla leiðina, ég keyrði eins og á spýtti með red bull og nammi til að halda mér vakandi. MP3 á eyrum og ATDI í botni. Rokkandi þjóðveginn á meðan þau sváfu.

María tók svo síðustu 3 tímana og allt í gúddí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög skrítið ferðaplan, hver er pælingin að keyra á nóttunni og eyðileggja daginn eða dagana á eftir?

Pétur (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Ná sebas góðum alla dagana og við bara að taka smá 3 þriggja tíma aukablund til að slétta þetta út.

Virkaði mjög vel á teikniborðinu.

Massive FAIL

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 10.5.2009 kl. 10:11

3 identicon

Það var nú óþarfi fyrir þig að grenja alla leiðina þótt að strákurinn hafi ekki sofið alla leiðina.....var ég að misskilja

Víðir GUÐ (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband