Leita í fréttum mbl.is

Högg

Ég tel stundum góðu höggin á hringjum.

Þrír undir hringurinn á þriðjudaginn var t.d. með 23 góð, 7 síður góð högg og rest venjuleg.

Hringurinn í gær var með 18 góð högg, 12 síður góð og rest venjuleg.

Munurinn er akkurat þessi 10 högga munur (23-18 og 7-12) sem var á hringjunum.

Góðir hringir eru yfirleitt með sirka 21-25 góð högg og um 35-40 venjuleg.

Skilgreiningin á góðu höggi væri kannski, betra en venjulegt högg.

Skilgreiningin á venjulegu höggi væri þá, högg sem fer þangað sem ég ætlaði kúlunni að fara innan skekkjumarka. Eins og kannski upphafshögg sem ég vill að lendi á miðri braut en endar hægra megin, skekkjan skiptir litlu sem engu máli fyrir næsta högg.

Síður gott högg væri þá högg sem kemur mér í klandur fyrir næsta högg. Eða í óþægilega stöðu. Oft getur maður reddað þannig aðstöðu en ekki alltaf.

Á hringnum sem ég spilaði þegar ég vann klúbbmeistara tiltilinn þá var þetta öðruvísi. Ég skoraði völlinn á þrír undir en góðu höggin voru ekki jafn mörg og á þannig hring í dag.

Ég tel 16 góð högg, 22 síður góð högg og rest venjuleg.

Frekar skrítið. Sama skor, 26 pútt í bæði skiptin en allt önnur spilamennska.
Mér finnst eins og ég hafi verið að spila hring lífs míns þegar ég vann titilinn, var alltaf að koma mér útúr klandri með rosalegum púttum og ballesteros höggum. Þurfti að vinna rosalega mikið fyrir þeim hring.

Núna í dag þá er þetta ekki svo. Þrír undir frá hvítum var eitthvað svo áreynslulaust. Þetta bara leið áfram.

Held að þetta þýði að ég sé betri spilari í dag. Enda ekki nema von. Hálft ár liðið á milli þessara hringja.

Jákvæð framför.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband