7.5.2009 | 21:41
14 bökkerúnís
Ég spilaði við Graham og Ken í gær. Ken þessi er vallarvörður á Lauro og vildi endilega spila með okkur. Ekkert mál.
Við spiluðum frá hvítum og lögðum 3+3+4 undir. 3 fyrir að vinna fyrri níu, 3 fyrir seinni og svo 4 fyrir besta heildarskor.
Formatið var medal play með forgjöf. Höggleikur með fgj sem sagt.
Ég rústaði fyrri níu og vann mér því strax inn 3+3 evrur. Sweet.
Haldiði ekki að Ken þessi fari bara skyndilega að setja í gírinn og spili eins og engill á seinni níu. Hann er með 10 í fgj og hann skyndilega orðinn real contender.
Við vorum ekki með á hreinu hve mörg högg hann fengi frá hvítum þannig að niðurstaðan var óljós.
Ég endaði á 79 og fæ 5 högg þarna og nettó því á 74. Tveir yfir eða 34 punktar.
Graham var aldrei inní myndinni og endaði á +17 eða eitthvað álíka.
Ken var hins vegar óskrifað blað þar sem hann fær svo mörg högg þarna í fjg. Hann endaði á +19 og við gerðum þau fljótfærnis mistök að mínusa forgjöfina hans, sem á endanum var 13 högg, og fengum út +6 sem við svo bárum saman við mín +7 högg.
tada, hann vann með einu höggi. Ég þurfti því að borga samtals 1 (3+3-4-3), Graham var á útopnu og þurfti að borga (-3-3-4) 10 og Ken því 11 ríkari.
HOLD THE PHONE
Við gleymdum að taka forgjöfina af mínu skori 7-5=2
Engin fattaði þetta þangað til að þetta datt í kollinn á mér í dag.
Ég var á nettó +2, Ken +6 og graham +11
Þannig að ég hefði átt að fá 3+3 fyrir fyrri níu og svo 4+4 fyrir heildarskorið en borga svo Ken 3 fyrir seinni níu. Samtals 11
Ken skuldar mér því 11 plús þessa einu sem ég borgaði honum.
Bastardo
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.