5.5.2009 | 17:16
Þrír undir pari í dag
Spilaði með Nicolas, Argentínska undrabarninu í dag. Hann var með 0 í forgjöf þegar hann var 16 ára. Hætti um skeið og er núna um 25 ára. Hann er með mjög náttúrulega sveiflu og hefur lítið fyrir lengdinni að virðist.
Við lögðum undir gegn minni betri samvisku.
Ég rústaði honum.
Hann tók náttúrulega Andres Romero stílinn á þetta og fékk bara 3 pör á fyrri níu. Tvo fugla og fjóra skolla. Paraði svo fimm í röð en svo skolli,skolli,dobbúl og loks par. Hann kom inn á +6 en var samt sáttur með sláttinn. Svona dettur þetta bara stundum hjá mönnum.
Ég hins vegar rippaði völlinn upp.
par,par,par,par,par,par,skolli,fugl,par = E
fugl,fugl,fugl,par,par,fugl,par,skolli,par = -3
Samtals -3 með 12/14 brautir, 12/18 grín og einungis 26 pútt.
Hvað var ég að gera öðruvísi í dag? Tvennt.
Í fyrsta lagi þá var ég að hitta innáhöggin nær stönginni (járnin heit)
Í öðru lagi þá var ég að pútta líkt og vindurinn
Fleira var það ekki gæskan.
Tók þarna 5 fugla í röð, byrjaði á áttundu, af 9 skiptum þá hef ég fengið 7 fugla þarna og tvö pör.
Á níundu sló ég svo í vatn í upphafshögginu en náði up&down frá 155 metrum, auðvelt par (samt bara þrjú högg, fugl með kúlunni).
Svo á tíundu var þetta frábært pútt fyrir fugli. Á elleftu náði ég hámarki innáhöggana þar sem ég setti 80 metra högg með 80% 54° 3 cm frá holubarmi.
Á Tólftu sló ég svo högg dagsins með blendingi 195 metra á par 3, þetta leit alltaf út eins og þetta ætlaði í holuna fyrir fyrsta ásnum á ferlinum. Fallegt 5% drag til vinstri, just the way I like it en kúlan rúllaði 3 metra yfir holuna, en ég setti fuglinn í sem smá sárabót.
Krækti svo fyrir fugli á næstu tveim holunum og fékk svo loks aftur fugl á fimmtándu.
Í raun gerði ég bara tvö kostleg mistök. Eitt pútt sem ég treysti ekki línunni og náði ekki parinu. Svo eitt flopp vipp sem var alltof stutt.
Pútterinn var heitur I tell thee.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.