Leita í fréttum mbl.is

Spanglish

María er búin að vera á námskeiði, nokkurs konar business administration. Þetta er 6 mánaða námskeið þar sem farið er yfir það helsta, upplýsingatækni, bókhald, alþjóðasamskipti, stærðfræði og slíkt.

Núna eru þau í viðskiptaensku.

María kom heim með blað þar sem á eru tölustafirnir og bókstafirnir með spænskum framburði við hliðina á til að auðvelda nemandanum við að bera þetta fram.

PRICELESS

nokkur highlights

one-uán
three-zrii
four-fóar
five-faiv
Nine-náin
Twelve-tuelv
Thirteen-zertín
nineteen-naintiin
Thirty-zerti
ninety-nainti
One Hundred-uan jándred
one thousand-uan zausnd

Stafrófið
ei,bi,si,di,i,ef,yi,eich,ai,yei,quei,el,em,en,o,pi,kiu,ar,es,ti,iu,bfi,doboliu,ecs,guai,zet.

Og sögurnar af stelpunni sem er að kenna þeim enskuna eru snilldin ein. Hún er svo heimsk. Hún kann ekkert fokkin ensku. Ok, það er allt í lagi, enda ekki búist við öðru, EN hún er í svo mikilli vörn gagnvart því að það er hilarious.

Hún sagði bekknum að which væri wich, skólarbókar byrjenda mistök. Hún gat ekki stafað gossip (sem er vinsæll þáttur hérna hjá kvenkyninu). Hún lét bekkinn fá texta með lagi eftir Sting og þýddi hann svo fyrir þau, snarvitlaust. Heimskulega vitlaust. Svona svipað og ef maður myndi henda texta á altavista translator og hann myndi þýða það orð fyrir orð.

Og þetta bara á fyrsta degi.

Þetta er upphafið af gossentíð fyrir mig. Ekkert skemmtilegra en að heyra af fólki sem heldur að það sé meiriháttar en veit svo ekki rassagat. Munurinn á þannig fólki og mér t.d. er að ég hef ávallt í miklum heiðri að vera meðvitaður um að ég veit aðeins eitt, að ég veit ekki neitt. Og er fús til að viðurkenna það.

Svona týpur ríghalda í þennan falska sannleika og fara í vörn á heimsmælikvarða ef eitthvað er remotely gegn þeim.

....and so it begins


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

he he he love it verdur bara gaman ad fylgjast med tessu :)

Kata (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:59

2 identicon

uán brilliant.

Pétur (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 153428

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband