Leita í fréttum mbl.is

listatónn

olræt, hver er fyndinn? Hver gékk berserskgang og kaus tónlistarblaður og almenn meðmæli?

Ég helt í fullri alvöru að golf umfjöllunin myndi fá landslide kosningu. Hélt að þetta yrði bara rússnesk kosning nánast.

Þannig að ég ætla ekkert að vera að tala um golfmótið í dag.

Hvern er ég að blekkja, mér finnst lang skemmtilegast að tala um golf.

31 punktur og ég var rændur. Bókstaflega.

Var á ágætu róli þegar að kom að frægri fuglaholu. Ég smassaði ásinn og átti von á að kúlan væri 10-20 metra frá gríni á þessari par 4 braut. Heyrðu, kúlan horfin! Fokkin hollið á undan hefur tekið kúluna örugglega (því þeir voru á gríninu, ætli ég hafi ekki bara náð gríninu með ásnum). Leituðum í 5 mín og ég þurfti að labba til baka og tók annað brilliant högg með ásnum.

Hollið mitt var þá að pútta á gríninu og urðu ekkert vör við boltann. WHAT!!!

WHAT THE FOKKITI WHAT

Ætlaði að ná þá fugli með seinni boltanum og ná í einn punkt. Nei, nei, fann ekki seinni boltann heldur.

Tvö brilliant högg og tveir boltar týndir. Ósanngjarnindi dauðans. Sennilega fóru þrír punktar þar.

Svo á annari braut þá var ég með meterspútt fyrir pari og Graham (sem var í veðmáli við mig) steig fjórum sinnum í línuna og kúlan krækti í eitt farið og ég fékk skolla. Annar punktur rændur af mér. Hann gerði þetta sennilega ekki viljandi. Þau voru að mæla aðra kúlu vegna næst holu verðlaunum og hann traðkaði bara án þess að taka eftir því, enda 64 ára kallinn.

Annars var ég bara að spila ágætlega. Hefðu átt að vera 35 punktar.

Við Graham skildum jafnir eftir ævintýralegar lokaholur. Settum báðir í sand á næst síðustu. Ég setti úr sandi nokkra cm frá holu og öruggt par. Hann púttaði 4 metra pútti ofan í til að halda eins punkts forystu fyrir lokaholuna. Hann var sáttur með það. Ekki ég.

Settum báðir í skóg á næstu og þetta orðið að vipp keppni úr skógi. Hvorugur náðum gríni úr erfiðum stöðum. Næsta vipp skölllaði hann yfir grínið en ég setti nokkra cm frá holu og tappaði í með 60 gráðunum fyrir skolla. Graham átti því 10 metra pútt til að vinna með 32 punktum gegn mínum 31. Hann yfirskaut holuna þónokkuð og klikkaði svo á púttinu til baka og ég hélt um stund að ég hefði unnið.

En nei, þar sem þetta var punktakeppni gat hann bara tapað 2 punktum max og ég fékk skolli og tapaði einum núþegar. Þannig að niðurstaðan, jafntefli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband