Leita í fréttum mbl.is

anal ysis

Tók 23 holur með Graham í dag. Vann af honum heilar 8€ sem er vel. En hann pantaði sér þá bara dýrasta bjórinn eftir hringinn og lét mig bjóða, eins og er siður á spáni og englandi. Crap siður. Lúsers siður.

Við spiluðum 3+3+4 og vann hann fyrri níu með einu en ég þær seinni með tveim.

par,skolli,tribble,par,par,par,par,par,skolli = +5
par,par,dobbúl,par,dobbúl,fugl,skolli,fugl,skolli = +4

Samtals +9 og þessi fokking högg eru enn til staðar.

Samantekt: fyrsti skollin var bara útaf lélegu vippi þar sem ég sló fyrst í jörðina, klaufi.

Svo kom tribble útaf 50 metra 60° sem ég sló þunnt og kom mér í vandræði á flóknu gríni. Fór í erfiða stöðu í bönker, náði honum ekki uppúr því ég reyndi að vera of kjút. Sló því næsta högg úr honum af ákveðni og átti langt pútt. Of stuttur og svo kærulaus í stuttu pútti sem krækti.

skollinn á níundu var svo útaf lélegu 8 járni sem dróst til vinstri og skildi eftir flókið vipp fyrir up&down.

Á 12.holu sló ég svo feitan blending í upphafshöggi og týndi boltanum í trjám. Par með seinni bolta.

Á 14. holu púll húkka ég 7 járn og týni boltanum. Þarf að droppa á glerharðri mold og næ ekki up&down.

Svo kom perfekt fugl með perfekt upphafshöggi, ágætum 60° og flottu 2 metra pútti.

Á 16.holu kom skolli eftir misst par pútt sem hefði eiginlega átt að detta. Var delicate niðurímóti pútt.

Svo er það mín uppáhalds hola, 17.brautin. Síðustu 7 skiptin sem ég hef leikið þessa holu hef ég fengið 6 fugla og eitt par. Einu sinni með því að ná gríni í tveim en í hin fimm skiptin, eins og í dag, með að spila hana með beinum ás, auðveldum layup blending, þægilegum 60° og svo negla púttið í.

Ég átti því eitt högg á Graham á síðustu holunni. Mér nægði að tvípútta 16 metra pútt. Ekki leikur einn. Ég skildi eftir langt annað pútt sem ég klikka á og þrípútta. Honum nægði þá að setja meters pútt í fyrir að skvera leikinn. Ég trash tokaði aðeins og hann klikkaði. SÖKKER. 4€ in da bag.

Þar sem við vorum bara tæplega þrjá tíma að þessu þá ákváðum við að fara nokkrar holu í viðbót.

Tókum holukeppni í fimm holur þar sem ég vann á síðustu holunni með 4 metra pútti. 4€ in da bag og samtals 8 smakkerúnís.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 153389

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband