Leita í fréttum mbl.is

Lingur

Fór með Ling til dýralæknis. Þetta tók um 3 tíma. Fyrst var hann svæfður og svo var blóð tekið til rannsóknar. Þessi víkingur var ekkert á því að láta svæfa sig.

Hann varð bara fúll á móti og ældi og slíkt.

Ef hann væri lag væri hann Vulgar Display of Power. Enda urraði hann og hvæsti og reyndi að bíta dýralækninn. Ekki nema von, gæjinn rakaði löppina hans og var að stinga hann með beittu járn drasli sem sýgur blóð. Bara heppinn að mjási hafi ekki lamið hann.

Það gekk erfiðlega að taka blóð og Mjási varð bara æstari. Hef aldrei séð hann svona. Enda í raun sauðdrukkinn af þessu svæfingarmeðali sem var hálf farið að virka.

Þegar ég gékk með hann út sofnaði hann loksins. Talandi um misheppnaða svæfingu. Núna er hann sofandi í sófanum, ég þurfti að hlusta hann tvisvar til að fullvissa mig um að hann andaði, svo mikið limp bizkit er hann.

Eftir að ég labbaði út þurfti ég að fara til Málaga (40mín framogtilbaka) að ná í rabíu niðurstöður. Kom heim kl 13 og ekkert getað æft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband