Leita í fréttum mbl.is

Vespa

Við vorum að keyra út úr bílskúrskjallaranum inná götuna þegar ég sé vespu koma mér á vinstri hönd. Ekkert mál, það er soldið í hana og ég kemst auðveldlega inn á götuna áður en hún kemur.

Nei,nei, skyndilega beygir vespan inn á minn vegarhelming og stoppar mig af. Við bara what......

Gæjinn ypptir öxlum af undrun og gefur í skyn að VIÐ höfum köttað HANN af.

Ég skrúfa niður rúðuna til að athuga hvort þessi maður sé algjörlega heimskur eða.

Gæjinn allur reiður og dramatískur.

Hálfviti. Ekta maður sem gerir í því að reyna skapa vandræði.

ok, segjum að ég hafi frekar átt að bíða og ekið smá í veg fyrir hann (sem ég gerði ekki) af hverju hægði hann ekki bara pínu á vespunni (og drullast til að halda sig á sínum eigin vegarhelming) til að hleypa mér út.

Það er ekki eins og ég hafi verið með þrjá bíla fyrir aftan mig í niðurhallandi extreme kjallararampi. Allt stopp í svoleiðis dæmi er mjög leiðigjarnt, sérstaklega með hurð sem lokast sjálfkrafa.

Ég sagði honum vinsamlega að hægja bara á sér næst, hann sparkaði í bílinn okkar, gaf okkur puttann og ók af stað.

Snilldar leið til að byrja daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sparkaði í bílinn???????? og þú gerðir ekki neitt??????????

Hvað varð um manninn sem ýtti fulla gaurnum sem var að míga í blómapott fyrir utan loftleiðir?

Pétur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:38

2 identicon

Hæ en leiðinlegt að byrja svona daginn.  Gaurinn á örugglega eitthvað erfitt.

En núna styttist í að þið komið HEIM til Íslands!!!!!  Bara mánuður....

Hlökkum mikið til.......  Eigðu góðan dag.....

mamma

Rósa Margrét (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 10:58

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Sparkaði.....veit ekki, heyrði allavega eitthvað bank. Í fyrsta lagi þá var hann kominn 20 metra í öfuga átt við mig þegar þetta registeraði í hausnum á mér. Í öðru lagi var bílaröð fyrir aftan mig sem var að koma upp brattan bílakjallararamp.

Ég hefði þurft að fara í hasareltingaleik við vespu með Maríu og Sebas í bílnum til þess eins að ná honum með klóknu ambushi á næstu gatnarmótum. Hefði ekki gengið upp.

Hann sá til þess að vera kominn burt nógu snöggt.

Það fauk í mig en María sá í hvað stefndi og sagði mér að gjöra svo vel að halda áfram og skutla syni mínum á leikskólann.

Ég tékkaði á bílnum. Það sést ekkert ummerki. Kannski hefur hann bara rétt bankað með hendinni.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 24.4.2009 kl. 11:10

4 identicon

Enda er þetta eina leiðin, þ.e. látta ekki fá..ta draga sig niður á þeirra plan.

Líst samt vel á ambush hugmyndina í PS3 heiminum sem maður lifir stundum í.

Pétur (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband