22.4.2009 | 18:39
Sebas
Pasapalabra er þáttur sem ég missi ekki af á telecinco.
Þetta eru þrír á móti þremur. Í hvoru liði eru tveir frægir og einn normal jón jónsson.
Leiknar eru 4 umferðir og vinnast inn stig fyrir hvern sigur. Stigin eru í raun sekúndur sem safnast saman og notast í lokalotunni sem heitir Rosco.
Ein umferðin er t.d. melónurnar, sem gengur útá að vera fyrri til og svara svo spurningunni rétt.
önnur umferð er t.d. flóknuorðaleikurinn sem gengur útá að spyrillinn kemur með lýsingu á orðinu og liðið þarf að geta orðið. Þetta eru erfið orð.
Svo þegar þetta allt er búið er fræga fólkið kvatt og eftir stendur þetta normal fólk, einn á móti einum.
Lokalotan gengur svo útá að hver stafur í stafrófinu er eitthvað orð sem spyrillinn lýsir. Hvor keppandinn er með sitt stafróf og gengið er á alla stafina í röð og sekúndurnar sem unnar eru inn í fyrri umferðum eru tíminn sem viðkomandi hefur. Vanalega um 125-145 sek.
Ef viðkomandi svarar öllum orðunum rétt fær hann alveg frá 100þ evrum uppí hið óendanlega, hef mest séð 350þ. Því ef engin getur öll orðin safnast þetta nefnilega saman og er notað í næsta þætti. Ef báðir eru með jafn mörg orð rétt þá fara þau bæði áfram í næsta þátt. Ef einn nær ekki öllum orðunum en vinnur hinn þá fer hann áfram í næsta þátt og vinnur sér inn 1200 í leiðinni.
Það er einn sem er búinn að vera í um 30 skipti í röð og er algjör orðabók. Þessi þáttur er á hverjum degi og er snilld. Allir eru að reyna að slá honum við en hann er brilli.
Það vantar svona skemmtilega þætti á Íslandi.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.