Leita í fréttum mbl.is

Golf

Lélegt skor endurspeglar það sem ég hef áður sagt. Ég spila ekki nógu mikið golf. Ég hef allavega enga aðra skýringu á þessu. Það eina sem ég hef breytt er að ég æfi meira og spila minna og skorið hefur farið hrakandi.

Mér finnst ég vera mun betri spilari. Ég er solid af teig, solid járn og ágætur í kringum grínin. En samt erum við að tala um 1-4 högg á hring sem kosta mig högg.

Í dag var ég t.d. á +4 eftir 11 og nokkuð sáttur við ágæta spilamennsku á erfiðum grínum. Tók svo eitt upphafshögg sem fór aðeins of mikið til vinstri og bakvið drasl, þurfti að vippa til baka inná braut. Þetta var erfiðasta braut vallarins, löng par 4 í mótvindi og ég átti ekki möguleika að ná gríni þaðan. Tók því bara nettan blending í lay-up. Lenti um 3 metra frá holu í innáhöggi og tvípúttaði. Steindauður dobbúl útaf einu upphafshöggi.

Næsta var 200m par 3 sem spilaðist aðeins á móti vindi. Mistök nr 2 þar sem ég tók aðeins of mikið á með tré þristi og endaði pin high hægra megin inní trjám. Þurfti að þræða nálina með 8 járni pönsi og var bara heppinn að vera inná gríni, en um 20 metra niðrímóti pútt. Steindautt þrípútt fyrir dobbúl.

Fljótt að gerast en sem betur fer held ég ávallt jafnaðargeðinu og vippaði í fyrir fugli á næstu.

Lippaði út fyrir fugli á næstu þrem og var að spila frábært golf. Endaði svo hringinn á trippúl. Par 3 uppímóti þar sem ég tók járn þrist í bönker (vantaði hálfan meter uppá að fara yfir sandinn og eiga hið fullkomna högg). Sköllaði kúluna útí skóg. Þræddi tréin en náði ekki inná grín. vipp og tvö pútt fyrir trippúl.

Það er fín lína á milli velgengni og failure. Þessi þrjú pútt hefðu mátt detta og þessi hálfi meter hefði mátt vera styttri. Þá liti þetta öðruvísi út. Þá hefði þetta verið topp 10 frammistaða í þessu móti.

En.....svona er golfið. Eftir stendur að ég þarf að spila meira og ætla því að bæta þriðja hringnum við á viku. Mánud-fimmtud-og laugardaga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband