12.4.2009 | 08:39
Svona á að gera þetta
Ekkert íslenkst "þetta reddast" dæmi. Áður fyrr hefði þetta ekki verið tekið svona traustum höndum. Núna eftir allt sem á undan hefur gengið er málið leyst á öruggan máta og engar áhættur teknar.
Þetta líkar mér.
Þarna er bara verið að útiloka að þetta fari í vitleysu og ekkert beðið eftir því að einhver meiðist, eins og var íslenski mátinn. Þetta er framför.
Áfram lögreglan
Þurfti að kalla á sérsveitina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
skoðanakönnun
Trúir þú á Guð?
Athugasemdir
Ameríka, takk fyrir menntunina, það er ljóst að ekki hefur þurft minna en heilan her til bjargar.
Gerður Pálma, 12.4.2009 kl. 08:53
Sammála SIR. Greinilegt að Gerður vill taka gamla slumpið á þetta. Gerði til fróðleiks þá er heilmikill munur á lögreglu og her. Við eigum mikinn fjölda af vel menntuðum lögreglumönnum í sérsveitinni sem er vel treystandi í erfið verk.
Það er líka ljóst að ef ekki hefði verið gengið svona rösklega til verks, þá hefði þetta umsátur getað dregist fram á nótt með skelfilegum afleiðingum.
Ari (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:39
"þá hefði þetta umsátur getað dregist fram á nótt með skelfilegum afleiðingum." Þvílík fjarstæða. Kallgreyið hefði lognast útaf á endanum og vaknað þunnur og með slæman móral. Málið dautt. Gerður hefur þarna hárrétt fyrir sér og sér kjánaganginn sem þarna átti sér stað.
Öryrki (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 09:56
Öryrkinn er slumpari líka sem vill slumpa á rétta niðurstöðu og hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala nema að hann sé annað hvort Þórhallur miðill eða hinn ölvaði byssumaður sjálfur. Hvernig ætti öryrki sem situr við tölvuna sína í Breiðholtinu að vita um aðstæður í þessu máli á Akranesi. Það er svona kæruleysis hugsunarháttur sem grasserar í þessu þjóðfélagi.
Ari (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 10:10
fór ekki sérsveitinn á vitlausann stað karl greijið fullur og úrillur út í allt og alla nær væri að senda sérsv,og hirða þá sem komu okkur á hausinn
einar axel gústavsson í dk (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 10:13
Ef illa hefði farið, hefðum við spurt: Til hvers er sérsveitin? Held að við sættum okkur ekki við að ekkert sé gert ef fullir einstaklingar eru að meðhöndla skotvopn. Við erum ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir og við erum alltaf að sjá fleiri vopnaða einstaklingar. Það er ekki langt síðan maður var skotin úti á götu og sjálfsmorð fylgdi í kjölfarið.
haha (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 10:45
Sammála "haha". Það er alls ekki sjálfgefið að hlutirnir leysist af sjálfu sér með því að viðkomandi sofni.
Hvað hefðu SIR og Gerður sagt ef byssumaðurinn hefði skyndilega gengið berseksgang og farið að skjóta fólk af handahófi? Þá hefði hún bloggað "HVAR VAR VÍKINGASVEITIN?" og ekki átt orð yfir getuleysi og klúðrið og fárast yfir því af hverju víkingasveitin var ekki kölluð til.
Þetta heitir að vera vitur eftir á.
Magnús Ó. (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:19
Ps.
Smá fljótfærni. SIR var óvart hafður með með Gerði í liði. Biðst forláts á því.
Magnús Ó (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 11:22
Áfengi er löglegt, en ekki kannabis?
Matthías (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:41
Mér finnst þetta ansi vafasöm valdbeiting. Fram kom í útvarpsfréttum að maðurinn hafði ekki haft í neinum hótunum og eina vitneskja lögreglunnar um vopnaburð mannsins var að hann hafði byssuleyfi. Í tali við nágranna hans kom fram að hann hafi alls ekki verið þekktur sem ofbeldismaður. Ástæður þessarar grófu valdbeitingar eru alls ekki ljósar og er það óásættanlegt og lögreglunni til háborinnar skammar!
Hvar stendur það skrifað í lögum að það megi ráðast með alvæpni inn til fólks ef það er ölvað og með byssuleyfi? Ef sú regla á að vera við lýði mega sérsveitarmenn vitanlega aldrei verða ölvaðir, og veit ég að þannig er það ekki. Hvaða rétt höfðu þeir á að ráðast inn til þessa manns?
Gatari (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:43
Auðvitað á að nota Víkingasveitina þegar ölvaðir einstaklingar vafra um með skotvopn. Allt tal um annað ber vott um afar undarleg viðhorf.
Á sama hátt er engin þörf á Víkingasveit þegar menn vopnaðir pennum koma okkur á hausinn. Það er verk fyrir efnahagsbrotasérfræðinga. Evu Joly og félaga.
Páll Geir Bjarnason, 12.4.2009 kl. 12:48
Gatari, Gerður og Öryrki, eigum við frekar að bíða eftir svona löguðu...?
http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7994731.stm
Sigurrós (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 12:58
"Hvar stendur það skrifað í lögum að það megi ráðast með alvæpni inn til fólks ef það er ölvað og með byssuleyfi? Ef sú regla á að vera við lýði mega sérsveitarmenn vitanlega aldrei verða ölvaðir, og veit ég að þannig er það ekki. Hvaða rétt höfðu þeir á að ráðast inn til þessa manns?"
Ég efast stórlega um að sérsveitarmenn landsins séu þungvopnaðir heima við, þar að auki ef áhyggjufullir aðstandendur myndu hringja vegna þeirra yrði eflaust eitthvað aðhafst. ;)
karl (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 13:37
Geir Jón hefði gefið manninum í nefið og leyst málið á mannlegan hátt, fæ sjaldan meiri aulahroll en þegar sérsveit grá fyrir járnum er send til að afvopna fyllibyttur eða bösta hasshausa. Eins og að senda fíl í postulínsbúð til að góma mús sem hefur vakið skelfingu.
Georg P Sveinbjörnsson, 12.4.2009 kl. 14:26
Gott að senda gaurana út, atvinnu skapandi. Lögreglumenninir á bakvaktinni, gaurinn sem lagar hurðina, fangaverðinir og allur pakkinn. Einnig er gott að halda gaurunum í æfingu þannig að þeir eru tilbúnir ef það kemur eitthvað virkilega alvarlegt fyrir, gott mál í alla staði.
Einnig er ég nokkuð viss um að það var reynt að tala gaurinn út fyrst. Það á að vera reglan í svona málum. Lögreglumenninir vilja ekkert frekar þurfa brjóta sér leið inn. Það er bara leiðindarvinna tel ég og hættulegt. Þetta vita þeir.
Kveðja
Ágúst Þ.
Agust Thorvaldsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:36
Í þá gömlu góðu daga, þegar Sæmi "rokk" Pálsson lögregluþjónn var bara sóttur og hann talaði ólánsmanninn til og allt í góðu. Þeir tímar eru víst löngu liðnir.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 12.4.2009 kl. 14:39
Georg lifir í rósrauðum heimi þar sem ekkert illt gerist eða getur gerst.
Ari (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 14:58
Ég tel einfaldlega að í flestum tilfellum skapist meiri hætta af svona hasar en með mannlegri aðferðum, en vissulega er stundum ekkert annað að gera en að senda sérsveitina á vettvang.
Georg P Sveinbjörnsson, 12.4.2009 kl. 15:10
Sammála Birni bónda. Hvaða gauragangur út af þunglyndum manni við skál. Eiga ekki allir einhverja kindabyssu.
Finnur Bárðarson, 12.4.2009 kl. 16:06
Manni er bara svo slétt nákvæmlega sama um hvort maðurinn er þunglyndur, á bágt, er sauðdrukkinn eða eitthvað þaðan af verra. Það eina sem skiptir mig máli er að einhver einstaklingur brjóti ekki á rétti annara. Mér er alveg sama um hans ástæðu eða hvort hann sé góður inn við beinið.
Ef það er maður sem ógnar öryggi annara, hvort sem það er með kindabyssu, haglara eða golfkylfu, þá á að taka þannig menn úr umferð þangað til að hann hagi sér á þann máta að þeir brjóti ekki á rétti annara.
Nú veit ég sáralítið um þetta atvik annað en sem kom fram í þessar frétt. En ofangreint álit stendur.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 12.4.2009 kl. 16:26
SIR: Það kom fram í útvarpsfréttum að hann hafði ekki haft í neinum hótunum! Hann var einn í heimahúsi, hvergi kom fram að hann hafi haft byssuna um hönd, aðeins að lögreglan hafi haft vitneskju um byssueign hans og aðstandandi hafi haft áhyggjur. Það er ekki nóg fyrir jafn vafasamri aðgerð og að ráðast með vopnaðar sveitir inn til einhvers.
Gatari (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:29
Ef svo er þá er ég sammála þér.
Á bara bágt með að trúa því að sérsveit sé kölluð á vettvang ef einhver er drukkinn heima hjá sér og ekkert athugavert í gangi.
Hef oft verið drukkinn heima hjá mér. Aldrei nein sérsveit.
Hlýtur eitthvað annað að liggja að baki.
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 13.4.2009 kl. 21:44
SIR; Þá átt þú enga ættingja eða aðstandendur sem eru svo umhugað um þig að þeir kalli sérsveitina. Svei þessum aðstandendum þínum.
Næst þegar þú dettur í það, hringum við bara á Sæma "rokk" Pálsson löggu frá Seltjarnarnesi og hann kemur að vörmu spori.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 14.4.2009 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.