8.4.2009 | 13:59
Móðgaður bróðir
Við feðgarnir fórum í bæjartúr í blíðskaparveðrinu. Þræddum alla rólóa sem við sáum á leiðinni og enduðum þetta svo á uppáhalds kaffihúsinu okkar þar sem við gæddum okkur á SanWi (spænski framburðurinn er priceless) með skinku og osti.
Mangó djús með mjólk í eftirrétt og allir gengu sáttir frá borði. Nema bróðirinn.
Það kom nefnilega gæji að okkur og bauð sólgleraugu til sölu sem er ekki frásögu færandi nema að mér vantar einmitt eitt par.
Hófst þá prúttið. Hann byrjaði á 15, ég svaraði 5. Eftir smá þras bauð hann 10, ég svaraði 5. Eftir smá tuð bauð hann 7, ég svaraði 5. Eftir mikið þras OG tuð þá samþykkti hann það verð, EN......BARA af því að þetta var ég, my friend.
Ok flott
"geturu skipt 50".
Þetta var priceless móment. Það geturu enginn götusali skipt 50......
En hann var ekki lengi að finna lausnina.
"láttu mig bara fá 50 seðilin og ég skal hlaupa inn á kaffihúsið (við sátum úti) og skipta honum fyrir þig, you just relax"
Ég sagði nei takk.
"hey, don´t you trust me?"
hehe NEI.
Þá fór hann fúll í burtu.
Snillingur.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.