4.4.2009 | 17:40
R7 dagur eitt
Spilaði hring á Lauro golf í dag með Gabriel sem Kaddí.
1-hraður blendingur fór í vatn. Of spenntur að byrja og klikkaði ílla þar. Aftur blendingur sem lendir fyrir framan tré. Lobba yfir tréið en skil eftir of erfitt pútt. Dobbúl.
2-óheppinn með að pw skoppaði meðfram stíg einhverja 40 metra fram yfir grínið. Skolli.
3-Snilldar blendingur, gott 60°, rétt missti fuglapútt.
4-olræt, fyrsta R7 upphafshöggið. Best að vera rólegur og alls ekki of hraður, here we go, nice and easy. Of hægur og mjaðmir á undan. OB. Þriðja af teig snilld. Svo réttir Gabbe mér fimmu og segir mér að leggja upp. Geri það. Réttir mér svo pw og segir mér að taka 5 metra af högginu, tek 3 og fæ lélegt skopp. Næ ekki up&down og tripple staðreynd.
5-Gabbe réttir mér 7 á par 3 sem er í sirka 5 metra upphalla 158 metrar. Tek alltaf sexu þarna. Treysti the G man. Hann segir mér að miða á mitt grínið og fá 5 % draw inn að pinna. Geri nákvæmlega það og fugl staðreynd.
6-Olræt, upphafshögg númer 2 með R7. Ekki vera of hægur í þetta sinn. Of hraður og byrja hraðaaukningu of snemma. Slæs í OB. Þriðja af teig snilld og dobbúl.
7-Þriðja upphafshöggið með R7 náði loks að smella en ýtti fimmu aðeins til hægri í innáhögginu og lendi í glompu og næ ekki sand save. Skolli.
8-Gabbe segir mér að miða á miðja braut og fá 5% draw til vinstri. Geri nákvæmlega það. Segir mér svo að taka beinan blending hægra megin á braut til að setja upp þriðja höggið fyrir 60°. Geri það. Segir mér svo að taka 25% af 60° og miða meter hægra megin við pinna. Geri það og set fuglapúttið örugglega í holu.
9-Blendingur á miðja braut. Feit nía í upphaf gríns í stað enda gríns. Á því 20 metra pútt fyrir fugli sem endar 2 cm frá holu eftir daður við barminn. Piperinn að koma sterkur inn. Par
Vissi ekkert hvað skorið var (+7) og hafði ekki áhuga að vita það. Spilaði bara högg fyrir högg. Það er kosturinn við að hafa kaddí að maður er mun meira einbeittur og í raun slétt sama um allt annað en næsta högg.
Hélt haus og enn með barmafullt sjálfstraust á öllu sem ég var að gera, þó það sé skrýtið miðað við skor.
10-Snilldar R7. Einu mistök Gabbe á hringnum þegar hann segir mér svo að reyna við grínið í tveim á þessari upphækkandi par 5. Tek tré þrist en dreg það 5 metra til vinstri og lendi í glompu. Hefði sennilega tekið auðveldan blending og lagt upp annars og fengið auðvelt par eða jafnvel fugl. Skolli eftir erfitt pútt.
11. Snilldar R7. Feitur 60° og skilur eftir 20 metra pútt. Daðra aftur við barminn og piperinn er heitur. Par.
12.Gabbe segir mér að miða 5 metra hægra megin við pinna á par 3 166 metrar og draga hann smá inn að pinna. Geri það og flott flókið fuglapútt beint í holu. Fugl.
13. Solid R7. Feit nía og lendi hálfan meter stutt af gríni og lek í glompu. Gott glompuhögg en skil eftir erfitt niðurhallandi 3 metra pútt. Set það í fyrir góðu pari og piperinn að rokka.
14. Solid blendingur. Góð nía sem er meter of stutt og mitt fyrsta vipp lítur dagsins ljós. Auðvelt par.
15. Púllaður R7 en samt á braut. Ýttur Pw en pútta samt fyrir fugli og auðvelt par.
16. Tek vanalega blending hér en fokkit. Rippa R7 á miðja braut. Plana svo 54° og ætla að yfirskjóta pinna og spinna 8 metra tilbaka á þessu spinnvæna gríni. Spinna bara 3. Rétt missi púttið. Auðvelt Par.
17. Par 3 og lek í glompu á tight pinna. ekkert til að vinna með en lobba kúlunni úr bönkernum snilldarlega (högg dagsins) og auðvelt par.
18. Síðasti R7 í dag og ákveð að grippa og rippa hann á þessar niðurhallandi par 5. Snilldar högg á miðri braut en undir tréi (á miðri fokking brautinni). Get ekki reynt við grínið og pönsa 5 járn á 80 metra. 54° festist í jörðu og fæ óvart pöns effekt sem fer 20 metra yfir pinna. Fuglapúttið gríðarlega erfitt og delicate sem ég pútta mjög vel en fær tvö óheiðarleg skopp sem afvegaleiða línuna og skil eftir nastí pútt yfir gamalt ílla lagað holufar. Kræki í farið eftir gömlu holuna og línan breytist um 5° og missi púttið fyrir pari. Ósanngjarn skolli.
+7 og +1 samtals +8 og 30 punktar. Geng frá hringnum viðbjóðslega sáttur og brimmandi af sjálfstrausti sem er skrýtið miðað við mistökin sem ég var að gera í upphafi hrings.
Veit einfaldlega að þetta var smá fín tjúning á R7 sem kostaði mig Tvö OB (4 högg), einn nervus hraður blendingur (2 högg) og svo ein óheppni með síðasta púttið. Fokkin vallarstarfsmenn, laga holurnar almennilega. Segi svona. Svona er bara golfið. Þarna eru 7 högg. Restin bara snilld.
R7 8/10, blendingur 8/10, járnin 9/10, Piperinn 10/10.
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 153556
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.