3.4.2009 | 12:51
R7 Ltd 9,5° Matrix Ozik Xcon 5,5 MOI 60gr Stiff Blóðrautt
Fór í morgun til David Leadbetter Academy uppí La Cala þar sem Taylor Made Himnaríkið er. Fór í fitting session og endaði á að slá upphafshögg í þrjá tíma, prófandi allskonar dót.
Eftir að hafa slegið 10 högg í monitornum þá var þetta bara komið. Öll mjög svipuð og ég mjög consistent. Engin ástæða til að slá fleiri högg. Niðustaðan sem talvan ældi út var R9 TP 9,5° stilltan á draw með Diamanda stiff 65gr skafti.
Ég fór því út á gras og fékk þannig ás ásamt R7 Ltd, Burner og Tour Burner sem allir eru sambærilegir tölvuniðurstöðinni.
Sló milljón bolta og gat strax útilokað Burnerinn, fíla ekki þetta monster lúkk.
Fílaði heldur ekki R9 þó svo að ég hafi leikið mér aðeins með stillingarnar 24 sem í boði eru. Neutral hentaði mér best, ekkert draw kjaftæði. Ég reyndi eins og ég gat að fíla þennan ás en ekkert gékk.
Eftir voru R7 Ltd og Tour Burner. Fílaði þá báða mjög vel. Hændist að R7Ltd því þar er ég allavega með möguleika á að stilla þyngdir í fade og draw. Hef hann samt í neutral því þar er ég að reykja kúluna útá ballarhaf.
Tour Burnerinn er ekkert stillanlegur. Svo var R7Ltd líka með svo svölu skafti að ég pissaði nánast í mig.
MATRIX OZIK Xcon-5.5 MOI Stiff 60grömm Blóðrautt.
Þetta skaft er Ferrari skaftana. Margir helgargolfarar sem átta sig ekki á því að það er skaftið sem er mikilvægast. Ef ég ætti að prósenta þetta myndi ég segja að skaftið væri 85% og hausinn 15% af árangri.
Tek þessa demo kylfu af R7 Ltd í mótið á morgun til að prófa hana betur og ákveð svo hvort hún verði keypt. Gæjinn þarna uppfrá var súpernice, Vinnie, og hann mældi líka Graham og Gabriel var þarna líka að fylgjast með. Allir sammála um R7 fyrir mig.
Svo er 7 líka happatala
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 153556
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.